Peruvandræði

Sko! Þessi dagur byrjaði nú frekar undarlega. Áður en ég fór í vinnuna þurfti ég að skrifa smá minnismiða. Þar sem enn var frekar dimmt úti kveikti ég ljósið við eldhúsborðið og ætlaði að tilla mér niður. Það gekk nú ekki alveg því peran sprakk þegar ég reyndi að kveikja á henni. Þá ætlaði ég að skrifa miðann á helluborðinu og nota ljósið í gufugleypinum. Sú pera sprakk þá bara líka. Svo ég skrifaði miðann í myrkrinu.

Í vinnuna komst ég þó en þá var staðan nú ekki betri en það en þar var einmitt farin pera líka. Þrjár perur í lífi mínu sprungu með frekar stuttu millibili, merkir það eitthvað sérstakt eða er þetta bara ein af þessum tilviljunum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni er tilviljun, tvisvar er tilhneyging... þrisvar er samsæri ;)

Valdís (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 16:53

2 identicon

Ertu nokkuð á perunni? Ég bara spyr. Og skemmtilegt nafn á hundinum, svona assgoti málsögulegt, orðmynd fyrir stóra brottfall og u-hljóðvarp.

Stefán Þór (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Anna Panna

Hmm, ég veit nú ekki hversu mikið borgar sig að velta sér uppúr orðmyndinni, þetta er nú bara finnskt nafn, hundurinn var s.s. nefndur eftir finnskum íshokkíkappa.

Anna Panna, 21.1.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband