Stirður líkami

Ég get ekki annað en ritað hér nokkur orð um gærdaginn, nánar tiltekið seinnipartinn og fram til klukkan rúmlega 7.

Við höfðum um það sterkan grun að allnokkuð væri búið að snjóa í fjallinu hlíða. Við ákváðum því að fara uppeftir og reyna að ná nokkrum góðum bunum eftir vinnu. Var þetta með betri ákvörðunum sem ég hef tekið um ævina. Ég sver að aldrei hef ég skíðað í jafn djúpu og fínu púðri. Það var svo mikið að oft á tíðum stóð snjóstrókurinn upp yfir mig þannig að ég sá ekki handa á skíða minna skil og svo auðvitað fór megnið af snjónum upp í mig þegar ég reyndi að anda. Ég held að ég hafi ekki borðað svona mikinn snjó síðan ég var 10 ára! Skíðuðum aðallega í "púðurbakkanum" svokallaða og það virtist engum hafa dottið í hug að skíða þar í gær fyrr en við komum. Þvílík unun.

Við skíðuðum og skíðuðum og gerðum okkar besta til að ná sem flestum ferðum því það átti að loka kl 7. Það lýsir held ég best ákafanum að mér var mjög heitt allan tímann þó að mælirinn í bílnum sýndi -13°C (og svo reyndar -15°C þegar niður í bæ var komið). Ég var ansi þreytt í gærkvöld og nú er ég voða stirð eitthvað, með svona hálfgerða strengi á ansi mörgum stöðum! Strengirnir minna mig þó bara á gærdaginn, sem er gott...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þetta var geggjað gaman, hef aldrei áður lent í öðru eins púðri!! Er líka hálf stirð í skrokknum í dag og með smá strengi, en það þýðir bara að við höfum staðið okkur vel:)

Eydís Unnur (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband