Hundar

Ég hreinlega dýrka hunda, og þá sérstaklega hann Saku minn, og er það eitthvað sem ég held að flestir viti, viti þeir þá eitthvað um mig á annað borð. Mér finnst mjög mikilvægt að hundur finni að manni þyki vænt um hann og vilji honum vel. Það er alveg lygilegt hvað hundar geta gefið til baka. Það er ótrúlegt að einhver sé svo glaður að sjá mann að hann veit vart í hvaða löpp hann á að stíga (þótt fjórar séu!).

Það fer þá líka í taugarnar á mér þegar einhver er vondur við hunda, og nú fer ég að koma að mergi málsins (því einhverjum er áreiðanlega farið að leiðast þetta væmna taut í mér).

Málið er s.s. það að í raðhúsinu fyrir aftan okkur er hundur bundinn við krók á bíl. Það er augljóslega einhver í heimsókn hjá þessu fólki og hundurinn er ekki velkominn inn. Mælirinn hjá mér segir -12°C og hundurinn situr í snjónum. Það eru 20 mínútur síðan ég kom heim og hundurinn er búinn að gelta stanslaust í þann tíma, jah eða gelta og væla til skiptis. Ég veit ekkert hvað hann er búinn að vera lengi.

Ég finn svo svakalega til með hundinum að ég næ ekki einu sinni að pirra mig á geltinu. Mér er skapi næst að hringja í fólkið og biðja þau að gera eitthvað í þessu. Svona á bara náttúrlega EKKI að fara með hunda!

Set hérna með eina mynd af honum Saku mínum, uppáhalds elsku besta InLove

Rosa stoltur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu út og gefðu honum lifrapylsu !!!!

Mummi (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 22:42

2 identicon

Vuuuhúúúú ég gat kommentað Ding dong vaaa... farðu og láttu Jens gefa þér ýli!!!

Mummi (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Anna Panna

Nákvæmlega! að hann skuli ekki vara búinn að því fyrr!

Anna Panna, 22.1.2007 kl. 17:14

4 identicon

skvo af hverju í ósköpunum ertu alveg hætt að blogga?

valla (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband