Færsluflokkur: Bloggar

Run Forrest, run!

Hljóp 5,3 km í gær *stolt*

Fréttir líðandi stundar

Það sem er helst í fréttum þessa dagana er tvennt. Í fyrsta lagi er ég byrjuð á hlaupanámskeiði. Hver hefði trúað því! Ákvað að drífa mig, hefur alltaf langað að geta farið út að hlaupa en aldrei drifið mig í að koma mér af stað. Ég hélt það yrði farið frekar rólega af stað en neinei, fyrsta skiptið voru hlaupnir 4 km og svo í annað skipti mátti velja: 4,1 - 4,6 - 5. Ég fór 4,6 en fattaði þegar ég var búin að ég hefði vel geta farið 5. Og n.b. ég hljóp 4,6 án þess að labba neitt. Ekkert smá stolt! Og þetta er bara merkilega fínt. Svo þetta meira svona hlaupahópur en námskeið sem er fínt, gott að hafa smá pressu. Svo er stefnan tekin á 10 km í Akureyrarhlaupinu 16. sept. Lygi líkast!

Hitt sem er í fréttum þessa dagana er að ég er að fara til Búlgaríu eftir 15 daga, verð í 2 vikur. Er að fara með verðandi 4. bekk í MA, 150 stykki takk fyrir á leið í útskriftarferð. Sveiflast milli kvíðakasta og tilhlökkunnar. Vonandi reddast þetta, jú er það ekki bara, borgar sig allavega að trúa því.

Annars er allt í rólegheitum hérna. Græjuðum snúrustaur fyrir stigaganginn. Ég sá um að panta og öll samskipti við Sandblástur og málmhúðun. Þeir hringdu á fös og sagði að það sem vantaði væri komið og að þeir myndu skutla staurnum heim. Gott mál. Stuttu síðar kom gutti og og skildi eftir bara efri hlutan. Ég hringdi og sagði að við hefðum ekki fengið neinn staur, maðurinn afsakaði sig og sagði að hann kæmi bráðum. Hann var kominn svona 30 mín seinna og allt í gúddí. Seinna um daginn sagði mér svo sá sem býr fyrir neðan okkur að staurinn hafi komið fyrir tveim dögum og sé í geymslunni! Akkúrat, ekkert verið að segja mér það. Nú erum við s.s. með aukastaur og ég á eftir að hringja í Sandblástur og málmhúðun og segja þeim hvað við erum vitlaus! Greit!


Helgarfílíngur

Hljóp 4 káemm í gær, rosa stolt! Hlæjandi Á morgun er það svo fiskidagurinn!

Eru ekki annars allir komnir í gírinn fyrir helgina?


Myndir frá Versló

Hey - tjekk ðis át: http://annapanna.blog.is/album/verslo2006/

Aldrei þessu vant!

Jú, nú er versló liðin og ég vann ekki einn einasta klukkutíma, aldrei þessu vant! Það var barasta ágætis tilbreyting að vinna ekki eins og vitleysingur um versló sem ég hef gert síðan ég veit ekki hvenær!

Ég er næstum komin með skásett augu ég er búin að vera svo mikill túristi um helgina. Vorum nefnilega með Mika, finnskan gullsmið vin Katriar sem býr í Hafnarfirði núna, í heimsókn. Fórum í Ásbyrgi á Sigur Rós, gistum í Vesturdal, skoðuðum Hljóðakletta, Dettifoss, fórum í Jarðböðin. Fórum á tónleika með Ragnheiði Gröndal og gistum í Mývatnssveit. Skoðuðum svo Dimmuborgir, Skútustaðagíga, Stórugjá, Höfða, Kúluskít (eða Bollshit) og Goðafoss. Reyndar svaf ég þegar hinir fóru og skoðuðu Goðafóss. Þetta var svona stoppa og taka myndir helgi.

Á sunnudagskvöldið var svo munkagrillpartý, ekki amarlegt það og by the way, kærar þakkir munkamafía! Eftir að Gunni ældi fór svo liðið í Sjallann, við Jens fórum heim.

Ótrúleg helgi ha!


Lygi líkast

Tjaldið okkar fór í tætlur um daginn. Þegar við vorum í Skagafirði í rafting kom geggjað rok og 3 af 4 súlum beygluðust í U og brotnuðu á mörgum stöðum. Svo rifnaði tjaldið á 3 stöðum. Geggjað. Annað skiptið sem við notum það, þ.e. stóra "fjölskyldutjaldið". Jeminn. Við vorum að spá hvort það borgaði sig eitthvað að gera við þetta, þ.e. hvort það væri ekki oft dýrt. Ég sendi súlurnar suður og var sendingarkostnaðurinn um 600 kr. Svo fór ég með tjaldið í Tjalda- og seglaþjónustuna og konan þar saumaði það bara stax og það kostaði 800 kr. Svo í kvöld fékk ég nýjar súlur í pósti (sendi hinar á mánudag!!!) og borgaði bara sendingarkostnað, 675 krónur. Svo það var nánast gefins að láta gera við tjaldið og fá nýjar súlur. Ég barasta trúi þessu ekki. Ég fékk engan reikning eða neitt frá intersport. Ég er alveg gáttuð á þetta! Frábært sko, nú brunum við bara af stað út í verslunarmannahelgarbrjálæðið!

Eitt skil ég ekki...

Þegar við keyptum íbúðina sóttum við um vaxtabætur. Nú höfum við tvisvar fengið vaxtabætur en alltaf rukkar skatturinn okkur um þær til baka með álagningarseðlinum sem "ofgreiddar vaxtabætur". Mér er ómögulegt að skilja afhverju hann borgar okkur þær til að byrja með. Skilur þetta einhver? Er ekki bara langbest að sleppa því að borga okkur vaxtabætur svo að það þurfi ekki að rukka okkur aftur um þær??

.... spyr ein sem ekki veit

Sem betur fer var enginn skattmann að hrella okkur á Hálsi á föstudagskvöldið. Magnað kvöld maður! Þvílíkt útsýni!


Sárir fætur

Jæja, þá erum við komin heim. Ferðin var geggjuð, veðrið enn betra og allt heppnaðist vel. Ekkert skemmdist, bílinn er heill, tjaldið heilt (þ.e. hitt tjaldið okkar), við erum heil og ég held enn sem komið er að ekkert hafi týnst. Hvarð er málið!! Þetta bara stenst ekki.

Vorum búin að skipuleggja 3ja daga gönguferð um Hornstrandir sem varð óvart að 4 dögum vegna þess að við vorum dregin í fjallgöngu daginn fyrir gönguferðina sem mér þótti ekki sniðugt fyrirfram og heldur ekki  þegar niður var komið því ég fékk svo stórar blöðrur og varð sár í löppunum. Við lögðum samt af stað daginn eftir með sára og plástraðar lappir. Ferðin gekk alveg ótrúlega vel, veðrið lék við okkur allan tímann og við stóðum okkur eins og hetjur.

Prógrammið var svona:
Dagur 0: Óskipulagða fjallgangan; gengið á Darran og gamlar stríðsminjar skoðaðar. Ca 10 km.
Dagur 1: Sæból í Aðalvík - Hesteyri. 12 km.
Dagur 2: Hesteyri - Fljótavík. 13 km.
Dagur 3: Fljótavík - Sæból. 16,7 km.

Við gengum því rúmlega 50 km á 4 dögum með rétt tæplega 2000 m hækkun samtals sem dreifðist jafnt niður á dagana þó hækkunin hafi komið á mis stuttum tíma, allt frá löngum aflíðandi dal í nánast lóðrétt klifur, eða amk mjög bratt.

Seinasti dagurinn var ótrúlegur. Fórum fyrst um snarbratt og mjög grýtt fjall. Og by the way, það er ekki eðlilegt að þurfa að kúka í miðri snarbrattri grjótbrekku!!! Urg, þótti ekki gaman að bíða þá. Hinumegin var fjallið meira aflíðandi og við rætur þess tók við vegur niður að Látrum. Þar tók við geggjuð skeljasandsströnd í marga kílómetra, það var æðislegt að labba þar og rosa gaman að vaða tvo ósa í svoleiðis sandi. Þá tók við erfiðasti kafli leiðarinnar. Strönd full af stórgrýti og þurftum við að hoppa á milli steina í 1 og hálfan klukkutíma. Það var ógeðslega erfitt. Búin að ganga í 4 daga orðin þreytt í löppum og líkama. Við vorum frekar dugleg við að detta þá. Eitt skipti datt ég aftur fyrir mig en var sem betur fer með úttroðinn bakpoka á bakinu sem mýkti fallið. Verst að ég datt á milli tveggja steina og sat þar föst með lappirnar upp í loftið. Frekar fyndið. Af öllum okkar stóð hundurinn sig lang best í þessu, hann var eins og fjallageit og hoppaði út um allt!

Næst tók við ekki minna erfiður kafli þó styttri væri. Þar sem það var komið flóð komumst við ekki alla leið á steinaströndinni heldur þurftum að fara upp snarbratt bjargið fyrir ofan okkur. Þar lá kaðall sem maður gat haldið í og svo var bara að klifra! Hugsa að þetta hafi verið 15-20 m upp í loft, ekki allt þó lóðrétt. Og þetta var sko erfitt! Með þungan bakpoka og allt!!! Erfiðast var þó með hundinn því hann er ekki mikill klifurköttur! Við leystum það þannig að Jens fór upp og tæmdi bakpokann sinn og kom aftur niður. Þá var hundgreyinu troðið oní bakpokann og lokað fyrir (ekki gekk að láta hann hafa hausinn uppúr því þá komst hann uppúr pokanum auk þess sem hann hefði tryllst af hræslu ef hann hefði séð hvað var í gangi). Svo klifraði Jens upp með 26 kg hund á bakinu. Ógeðslega fyndið að sjá hann klifra upp eins og eldingu með bakpoka sem iðaði og skókst í allar áttir. En hundurinn var ekki lítið glaður að komast úr pokanum. Hristi sig eins og vitleysingur og var lafmóður.

Þetta reddaðist allt saman þó við höfum öll verið með smá hnút í maganum yfir þessu klifri. Ég var samt dauðfegin að sjá þetta ekki almennilega fyrr en eftirá. Þegar við gengum niður hlíðina og vorum komin niður á strönd sáum við fyrst hvernig þetta leit út almennilega og ég fór bara að skellihlægja. Ég hefði ALDREI farið þarna ef ég hefði vitað hvernig þetta leit út svona í fjarlægð. Málið var að þegar maður var neðst sást ekki alla leið upp svo ég vissi ekkert hvað ég var að fara útí þegar ég byrjaði að klifra! Jæja, þetta reddast allt og við munum seint gleyma þessari ferð!!!


Hornstrandir

Jæja, þá eru það Hornstrandir á morgun. Keyrum til Ísafjarðar í fyrramálið (7 og hálfur fokking tími). Ég verð ábyggilega búin að naga lappirnar af mér af leiðindum, ég hata að sitja í bíl! En allavega, frá Ísafirði siglum við svo á Hornstrandir, ferðinni er heitið nánar tiltekið á Sæból í Aðalvík og sést það hér neðarlega á kortinu. Þetta er alveg algjör paradís. Förum með fjölskyldu Jens og frá Finnlandi koma meira að segja systir Jens, móðurbróðir og kona hans, Atso og Titta.

Á mánudag fara Atso og Titta aftur til Finnlands og þá er meiningin að halda í smá reisu. Ætlum að í þriggja daga gönguferð um Hornstrandir. Það er ekker smá ves að taka til dótið fyrir þetta allt saman, er búin að vera alveg á þönum við að redda öllu saman. Hrikalega mikið drasl en ábyggilega þess virði. Vonandi verður þolanlegt veður, ég amk nenni ekki ef það verður rok og rigning allan tímann!

Jæja, best ég haldi áfram að taka mig til svo þetta taki einhverntíman enda!

 p.s. klikkið á myndina til að fá hana stærri!


c_documents_and_settings_ibm_my_documents_my_pictures_bakgrunnur_kort.jpg

Allez les bleus!

Ég er ekki mikil fótboltabulla eins og flestir vita. Ég held samt að ég sé fegnari þegar MElrose Place og Beverly Hills hætta en þegar HM var búið. Ég er að verða frekar pirruð á að þessir ömurlegu þættir hertaki öll kvöld á Skjá 1. Ég verð nú að viðurkenna að ég horfði á seinustu leikina með öðru auganu. Saknaði samt stemningarinnar í Frakklandi og á Ítalíu. Það hefði verið ekkert lítið gaman að vera á Ítalíu á sunnudagskvöldið.

Ég tek sumarfríinu held ég full alvarlega. Mér tekst alls ekki að gera það sem ég ætlaði að gera í sumar, t.d. vinna lokaverkefnið mitt. Í staðinn hef ég verið að gera bara það sem mig langar, sem er reyndar ótrúlega skemmtilegt til tilbreytingar. Það sem hæst stendur í dagskránni framundan er helgarferð í Skagafjörð næstu helgi, útilega og rafting. Fór þarna í rafting fyrir tveim árum og fannst geggjað gaman. 21. júlí förum við svo í Aðalvík á Hornströndum í sumarbústað og gönguferð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband