Færsluflokkur: Bloggar

Astraltertugubb

Sko, ég er alltaf annað slagið að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki að fara að blogga. Dettur bara aldrei neitt í hug til að skrifa um. Enda hef ég haft alveg nóg að gera, varla stoppað síðan ég kom heim þó ég sé búin að vera veik.

Annars er ýmislegt í gerjun þessa dagana. Má þar hæst nefna páska-skíða-ferð líklega til Val Thorens í ljúfa France. Einhver gerjun er líka um ferðafélaga og efast ég ekki um að þeir verði skemmtilegir!! Heldur mikið er af framboði af utanlandsferðum þessa dagana. Er að fara í byrjun nóv til Köben að heimsækja Fríði. Það er frágengið. Svo ætla MA-kennarar til útlanda næsta vor á sama tíma og við vorum búin að ákveða að fara til Finnskí. Svo haustið 2007 ætlar vinnan hans Jens til útlanda. Þó ég glöð vildi er ég ansi hrædd um að fjárhagurinn leyfi ekki allar þessar utanlandsferðir. Það er einn möguleiki að MA-kennarar fari til Finnlands, var s.s. einn af stöðunum sem kosið var um, svo það væri best ef ég gæti sameinað þessar tvær ferðir. Sjáum svo til með rest.

 


...að sofa út

Svaf almennilega út í morgun í fyrsta skiptið í rúmlega mánuð. Hversu sorglegt er það. Ekki furða þó ég hafi verið orðin hálf lurkum lamin? Er búin að vera eins og drusla síðan ég kom heim frá Búlgaríu, alltaf illt í maganum og með hausverk. Er í þokkabót að fá hálsbólgu og kvef. Hvað í ósköpunum nældi ég mér í í Búlgaríu?

Nóg kvart. Í gær fórum við í haustferð kennara og starfsmanna MA. Keyrðum fyrst að Dettifossi að vestanverðu. Held ég hafi aldrei séð hann þeim megin. Hann er vissulega tilkomumeiri frá þessu sjónarhorni en þó er ómögulegt að ná af honum góðri mynd þeim megin því það er ekki hægt að ná honum öllum í einu. Næst var keyrt að Hólmatungum. Menn bundu miklar vonir við að geta létt á sér þar en það reyndist ógerningur þar sem kamarinn var kominn á hliðina, tilbúinn undir veturinn. Þaðan var gengið niður í "katlana" og svo áleiðis í Vesturdal. Við gengum samtals rétt tæplega 10 km í betra veðri en bjartsýnustu menn þorðu að óska sér. Sólskin, logn og hlýtt miðað við árstíma. Gönguleiðin var undur fögur og haustið farið að sveipa náttúruna litríkum blæ. Að göngunni lokinni var haldið í Skúlagarð. Þar snæddum við lambalæri, hangikjöt og tilheyrandi og svo köku og kaffi í eftirrétt. Spilað var á harmonikku og dansað. Stemningin var mjög góð og maturinn engu síðri.

Var samt hálf þreytt á bakaleiðinni. Gerði mitt besta til að sofa í rútunni sem gekk ekki alveg sem skildi.

Framan á Fréttablaðinu í gær var flottasta fyrirsögn sem ég hef séð lengi. Kakkalakkafaraldshætta. Náði þetta orð yfir alla forsíðuna, feitletrað og áberandi. Þvílík snilld. Hnitmiðað og auðskiljanlegt.


Kröftugur og ekki svo kröftugur dagur

Í stjörnuspánni minni sem birtisti í Birtu síðastliðinn föstudag stóð að 16. sept yrði kröftugur. 16. var s.s. laugardagur. Sá dagur var heldur betur kröftugur. Fyrst hljóp ég jú 10 káemm. Að því loknu kom ég inn í gæsun hjá Eydísi. Meðan ég hljóp var Eydís sótt, dressuð upp og látin hlaupa hring á Akureyrarvelli í múnderingunni. Hún var líka látin kaupa bland í poka fyrir 1000 kr á 50% afslætti í Hagkaup og skjóta leirdúfur. Ég kom beint inn í línudans, úff. Frekar þreyttar lappir.  Að línudansi loknum fórum við í Kjarna þar sem var búið að útbúa lítinn ratleik/trúnóleik. Eydís stóð sig með eindæmum vel í þessu öllu saman. Til að hvíla lúin bein var haldið í pottinn á Bjargi og til að hlaða batteríin á La vita é bella. Fengum ljómandi góðan mat og Eydís fékk mjög svo dónalegan eftirrétt. Um kvöldið var svo haldið á Illugastaði þar sem ýmislegt fór fram sem ekki má skrifa á svona síðu ;)

Því er ekki að neita að þetta var kröftugur dagur. Svo kröftugur að ég virðist hafa tæmt batteríin því ég er búin að vera drullu slöpp síðan. Sérstaklega þó í gær svo ég dreif mig heim þegar ég var búin að kenna og skreið upp í sófa.

Vonandi er komið eitthvað jafnvægi á líkamann núna!


Endalaus hamingja og stolt!

Haldiði ekki að ég hafi hlaupið 10 km í Akureyrarhlaupinu áðan! Ég hljóp sko alla leið, þurfti ekkert að labba inn á milli. Var reyndar aðeins lengur en ég hafði sett mér sem markmið en stærsti sigurinn var að komast í mark, hlaupandi!!! Þvílík hamingja. Er samt með þreyttara móti núna, og glorhungruð svo ég ætla að fara að fá mér að borða! Til hamingju ég!

Anna ordin hundgomul!

Jaeja, i gaer vard eg hundgomul. Finn svo sem ekkert rosalegan mun en to sma. I gaerkvoldi forum vid oll (taeplega 150) saman ut ad borda, 8 retta hladbord med bulgorskum mat, rooosalega gott. Allir sungu afmaelis songinn og svo fekk eg risa isrett med stjornuljosum. Svo a eftir forum vid kennararnir saman og fengum okkur sma raudvin a bar nidur vid sjoinn. Ekki amarlegt tad. Svo i tilefni aldursins var eg mykt upp med heilnuddi i morgun, fjuff, fint tad madur.

Annars fer nu ad styttast i ad eg komi heim. Tetta er buid ad vera mjog gaman og audveldara en eg helt, reyndar skilst mer ad venjulega hafi sjukrahusferdir verid tidari en i tessari ferd, hofum bara turft ad fara med tvo til laeknis. Vedrid er buid ad vera geggjad og vid reyndum ad "worka tanid" eins og vid getum. Tess a milli bordum vid is, shopska salat (tjodarsalat svokallad, rosa gott) og profum okkur afram a veitingahusum baejarins. Svo plastrum vid, gefum verkjatoflur, hughreystum stulkur sem sofnudu i marga klukkutima i solbadi og spjollum um daginn og veginn.

Erum buin ad fara i annan rennibrautagardinn herna, hinn er a dagskra sidar. Eg veit fatt skemmtilegra en rennibrautagarda, verd 5 ara aftur, hleyp eins og vitleysingur milli rennibrauta. Oskradi reyndar ur mer lungun i teim staersta, aldrei upplifad annad eins! Buin ad fara lika til Nessebar sem er litill baer a thojminjaskra Unesco. Rosa gaman ad skoda tar og helst til audvelt ad versla. Held eg hafi aldrei verslad jafn mikid og tessa undanfornu daga.

Jaeja, nog i bili, kem heim eftir 4 daga.


Bulgaria

Jaeja, ta erum vid komin til Bulgariu. Fluginu seinkadi um 1 og 1/2 tima og vorum vid komid a hotelid um kl 5 ad bulgorskum tima. Svafum fram ad hadegi i gaer og kiktum svo a baeinn. Tetta er algjor turistastadur, her er enginn a veturna. Vedrid er buid ad vera fint, a ad giska 25 stiga hiti og gola.

Her er allt frekar odyrt, vorum t.d. ad enda vid ad snaeda kvoldmat sem kosta 1500 kr fyrir 3. Kvoldmatur med gosi er a bilinu 5-700kr.

I dag forum vid a strondina, syntum i svartahafi og spiludum svo strandblak. Eg braut nogl.

Ekkert storslys enntha fyrir utan drykkjulaeti og vasathjofnad.

Tad merkilegasta enn sem komid er eru reikningarnir a veitingastodunum. Teir eru bara med kyrillisku letri og ekki sjens ad skilja hvad er hvad. Frekar erfitt s.s. ad skipta reikningnum tvi madur veit ekkert hver a hvad.

Allavega, yfir og ut.


Búlgaría

Dobar den

... eða góðan daginn!

Eftir klukkutíma sit ég í flugvél á leið suður. Á morgun fer ég svo til Búlgaríu með 138 menntskælingum í vígahug. Áhugavert!

Þetta markar skil sumars og veturs hjá mér. Ég kem til baka kvöldið fyrir skólasetningu svo að það fer allt á fullt þegar ég kem til baka. Ekki slæmt svosem. Er búin að vera á vappi um skólann undanfarið að undirbúa mig aðeins fyrir veturinn og mér fannst bara gott að koma aftur. Farin að hlakka til vetrarins, sem er sá þriðji hjá mér. Ótrúlega líður tíminn.

En nóg af bulli, reyni að skrifa fréttir frá Búlgaríu og kjósið Magna!


If you could go away, that would be great!

Helgin var alveg hreint geggjuð. Sjaldan upplifað annað eins. Uppúr hádegi á laugardag fórum við sex saman (Ég, Jens, Mummi, Sara, Helgi og Þórdís) + 2 hundar (Saku og Zero) til Mývatns. Fundum okkur góðan stað rétt sunnan við Höfða þar sem við parkeruðum. Vorum með 4 kajaka sem við skiptumst á að sigla á. Veðrið var alveg geðveikt, lygi líkast, og umhverfið ekki síðra. Sigldum fram á kvöld og komum okkur þá fyrir á tjaldsvæðinu og grilluðum. Það voru einhverjir geðstirðir Tékkar (ekki gúmmí-tékkar þó) við hliðina á okkur sem virtist ekki vera vel við okkur. Mumma og Helga virtist reyndar heldur ekki vera vel við þá. En nóg um það.

Á sunnudeginum fundum við okkur góðan stað við norður hluta vatnsins og sigldum meira í enn betra veðri en á laugardeginum. Enn heitara og alveg logn. Vorum með borð og stóla svo að þeir sem voru í landi gátu legið í sólbaði. Grilluðum svo þegar allir voru orðnir skaðbrunnir af sólinni og til að "kæla okkur niður" fórum við svo að lokum í Vogagjá.

Er hægt að biðja um það betra?

 p.s. kíkið endilega á myndirnar! Þær eru í albúminu.


Myndir

Setti inn myndir úr Aðalvík ef einhver hefði áhuga á að kíkja á þær. (Linkur á albúm hérna vinstra megin)

 P.s. hljóp 6 km í dag :D


Súkkulaðimús

Gerði súkkulaðimús í gær. Jens bað um heflaðan hvítan rjóma sem skraut. Hvað er það?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband