Færsluflokkur: Bloggar
16.3.2007 | 08:54
Afslöppun
Seinustu dagar hafa verið miklir stressdagar svo það er kannski ágætt að við erum að fara í Munaðarnes í sumarbústað um helgina. Vinnan hans Jens fer í sumarbústaðaferð einu sinni á ári og fórum við ekki í fyrra. Reikna með að allt í allt verði þetta um 100 manns, ekkert smá magn af fólki. Við fáum eigin bústað og svo er einn bústaður sem er partýbústaður. Er frekar spennt fyrir þessu, held að þetta gæti orðið gaman, amk gott að fá að slappa aðeins af, er alveg að fá taugaáfall af álaginu undanfarið.
Yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 19:59
Krumpikrump
Ég er alveg að klúðra þessu bloggi mínu. Er alveg hætt að vita hvað ég á að segja og nenni eiginlega aldrei að blogga.
Ég er alveg hreint að kafna það er svo mikið að gera. Ótrúlega brjálað að gera í vinnunni, ég er alltaf bara úrvinda þegar ég er búin að vinna því ég er alltaf alveg á fullu allan daginn! Sem betur fer er margt að hlakka til, eftir rétt rúmar 2 vikur förum við til Val Thorens á skíði, 25. júní förum við til Finnlands og verðum alveg til 11. júlí og svo fljótlega fer ég að öllum líkindum í 2 vikur til Nice á endurmenntunarnámskeið (eða já kannski bara til að sleikja sólina og dýfa tánum í sjóinn!). Tíminn líður ógnarhratt og ég er alveg bara hrædd við hvað hann líður hratt, þetta er náttla bara ekki alveg eðlilegt sko.
Í dag sendi ég 15 nemendur í óvissuferð til frönskumælandi svæða, kíkið endilega á fer.hexia.net því þar senda þau inn skilaboð að utan. Það má segja að það hafi verið heilmikið vesen að skipuleggja fjórar óvissuferðir til útlanda, ég reyndar sá náttla ekki um þetta ein en nógar áhyggjur hafði ég nú satt að segja af þessu! Allt blessaðist þó á endanum og nú ættu þau bráðlega að vera komin suður og fara svo út á morgun. Vildi að það hefði verið eitthvað svona þegar ég var í MA á sínum tíma!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 15:25
Would you like some bilk?
Sá í blaðinu frétt um eitthvað fyrirbæri sem heitir bilk - beer+milk - ójá, þetta er bjór úr mjólk. Þvílíkur horviðógeðisbjóður! Hverjum dettur þetta í hug! Ekki langar mig að prófa þetta verð ég að segja!
Tjekk itt át: http://www.abc.net.au/news/newsitems/200702/s1848073.htm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2007 | 07:19
The final countdown
Jæja, nú er tæpur mánuður í brottför til Val Thorens (og nú eiga allir að sjá fyrir sér Rachel í Friends leika að hún sé á skíðum (með hljóðum) þegar hún var að segjast vera að fara í skíðaferðalag). Mikil spenna, mikið gaman.
Í kvöld er MA - Versló í Gettu betur í Íþróttahöllinni. Agalega spennandi, og sérstaklega í ljósi þess að þetta eru einmitt liðin sem mættust í úrslitakeppninni í fyrra þegar MA vann. Ég er satt að segja ekki viss um að ég hafi taugar í að fara á staðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2007 | 12:44
Stórundarlegt, svo ekki sé nú meira sagt
Á föstudaginn var ég á námskeiði fyrir tungumálakennara. Við kennararnir úr MA fórum upp í HA og fylgdumst þannig með námskeiðinu í gegnum fjarfundarbúnað. Fín hugmynd það.
Vegna tæknilegra örðugleika misstum við af ca fyrstu 5 mínútunum en eftir það gekk þetta smurt. Námskeiðið var 4 og 1/2 tími en það sem undarlegt er að fyrstu 3 tímar þess fóru fram á ítölsku!! Já, ég er ekkert að spauga með það. Sem betur fer hef ég nú lært dálitla ítölsku og náði að mestu að fylgja því eftir sem þarna fór fram en ég þurftu að nota hvern dropa af einbeitingu sem ég átti (sem venjulega eru orðnir fáiir eftir hádegi á föstudegi). Við bara hálf fórum að hlægja fyrst því þetta er náttla hálf skrítið sko!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2007 | 16:15
Nýtt útlit
Frískaði aðeins upp á útlist síðunnar, er þetta ekki bara þokkalegt?
Annars verð ég að segja eitt varðandi þessa klámráðstefnu. Ég bara hreinlega skammast mín fyrir hönd íslendinga vegna hegðunnar fólks, t.d. blaðamanna. Þetta eru gestir sem vilja sækja landið heim og þeir eru yfirheyrðir í bak og fyrir og svo að lokum spurðir hvort hætta eigi við komuna! Halló halló! Ekki spyr maður venuleg næturgesti sína hvort þeir muni hegða sér almennilega og svo hvort þeir vilji ekki bara hætta við að koma í heimsókn! Onei!
Mikil gróska er í ferðamennsku og menn leita sífellt leiða til að heilla fleiri gesti til okkar. Þetta er ein versta landkynning sem ég hef heyrt af, að spurja gestina hvort þeir vilji ekki bara halda sig heima!!! Hvað finnst ykkur um þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2007 | 18:15
Struzzi - cammelli!
Sko, framan á fréttablaðinu í dag er mynd af manni sem vinnur á strútabúi í Hvítarússlandi. Merkilegt að sjá mynd af því og líka af strútunum því þeir eru svo skrítnar skepnur.
Það er nú samt ekki meginatriðið í þessari færslu, heldur það að maðurinn var sagður vinna á stærsta strútabúinu í Vestur-Evrópu. Ég er nú ekkert spes góð í landafræði en einhvernvegin hef ég grun um að Hvítarússland sé ekki í Vestur-Evrópu, eða hvað?
P.s. var dugleg í dag - fór út og hlaupa OG keypti mér nýjar gallabuxur! Húrra fyrir því!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 21:23
Það er tvennt...
... sem ég vil segja núna.
Numéro un: Ég held ég eigi bestu peysu í heimi, þvílík unun að vera í nýju peysunni minni, svo mjúk, svo hlý.... (Já! ég er s.s. búin að prjóna peysuna!!!) Fór í henni í vinnuna í gær (þ.e. í stað úlpu - get náttla ekki kennt í henni). Þegar ég svo kom í vinnuna langaði mig að njóta hennar aðeins lengur enda var ég mætt frekar tímanlega í vinnuna og átti ekki að fara að kenna alveg strax. Sat við skrifborðið mitt í henni og viðbrögðin hjá líkamanum voru svona svipuð og þegar maður er að sofna. Andardrátturinn róaðist, það slaknaði á öllum vöðvum og augnlokin fóru að þyngjast. Þá sá ég ástæðu til að fara úr henni. Alveg æði samt!
Numéro deux: Ég gær fékk ég í pósti bækling með fiskiuppskriftum frá lýðheilsustöð. Þvílík snilldar hugmynd. Ég hef aldrei séð jafn sniðugt framtak til að stuðla að hollari matarræði landsmanna. Mér finnst að þeir ættu að gefa út fleiri slíka bæklinga, t.d. með grænmetisréttum, kjúklingaréttum og fleiru hollu. Alveg magnað hreint.
Annað var það ekki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2007 | 18:32
Mánudagur á ný
Þá er enn einn mánudagurinn runninn upp, og þessi var frekar erfiður. Var með svaka hausverk í allan dag sem lagðasti ekkert þó ég tæki verkjatöflu. Ég var svo hrikalega utanviðmig í tíma að ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Dauðfegin þegar ég var búin að kenna, fór heim um 3 og lagði mig.
Þessi peysa mín gengur alveg ótrúlega hratt, ég er sko komin að stroffinu í hálsinum og á því bara eftir að prjóna 10 cm stroff, sauma saman undir ermum, ganga frá endum og þá er það komið, hef aldrei verið svona fljót með peysu! Svaka spennandi!
Í fyrsta skipti, að ég held, er ég farin að hlakka til þingkosninga. Ég er viss um að úrslitin verða ekki jafn "einsleit" og undanfarið. Það hefur verið svo mikil ólga í pólitíkinni undanfarið að ég held að þetta verða spennandi í ár, hver veit nema að ríkisstjórnin falli....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2007 | 07:22
Kuldi og ný peysa
Um þessar mundir er afar kalt. Svo kalt að í sumum stofum í gamla skóla eru blaðsíðurnar mínar í bókinni svo kaldar að ég þarf að passa mig að leggja hendurnar ekki á þær. Það er ekki sniðugt!
Ég er byrjuð að prjóna mér nýja peysu. Það tengist svosem ekkert þessu kuldakasti, bara tilviljun að þetta gerist á sama tíma. Þetta er reyndar pínu svindlpeysa því hún er úr bulky-lopa (rosa þykkur) og prjónað á 12mm prjóna. Freeekar fljótlegt s.s. En kannski allt í lagi að svindla smá því seinasta peysa sem ég prjónaði var úr léttlopa og var þar að auki frekar stór á mig svo að þá hamaðist ég eins og rjúpa við stein (segir maður það annars ekki?) og komst ekkert áfram. Var rosa lengi að prjóna hana.
Hlakka til að geta farið að nota nýju peysuna mína! Sérstaklega í gamla skóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)