Mánudagur á ný

Þá er enn einn mánudagurinn runninn upp, og þessi var frekar erfiður. Var með svaka hausverk í allan dag sem lagðasti ekkert þó ég tæki verkjatöflu. Ég var svo hrikalega utanviðmig í tíma að ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Dauðfegin þegar ég var búin að kenna, fór heim um 3 og lagði mig.

Þessi peysa mín gengur alveg ótrúlega hratt, ég er sko komin að stroffinu í hálsinum og á því bara eftir að prjóna 10 cm stroff, sauma saman undir ermum, ganga frá endum og þá er það komið, hef aldrei verið svona fljót með peysu! Svaka spennandi!

Í fyrsta skipti, að ég held, er ég farin að hlakka til þingkosninga. Ég er viss um að úrslitin verða ekki jafn "einsleit" og undanfarið. Það hefur verið svo mikil ólga í pólitíkinni undanfarið að ég held að þetta verða spennandi í ár, hver veit nema að ríkisstjórnin falli.... W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert greinilega bjartsýn kona. Það lýsir a.m.k. mikilli bjartsýni í mínum augum að byrja á því stórverkefni að prjóna peysu og ég tala nú ekki um þá bjartsýni að leyfa sér að vona að maður losni einhvern tímann við þessa blessuðu ríkisstjórn.

Kveðja

Anna Sigga (http://blog.central.is/annanorn)

Anna Sigríður Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Anna Panna

Sko peysan er allavega tilbúin.

Varðandi ríkisstjórnina legg ég til að svipað verði gert og við peysuna í lokin, þ.e. maður tekur einn þingmann óprjónaðan, prjónar svo þann næsta og steypir þeim fyrsta yfir þann nr 2, o.s.frv. Þannig fækkar þeim ótrúlega ört!

Anna Panna, 16.2.2007 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband