Virkjunarmál

Ég verð nú að segja eins og er að mér finnst bara alveg nóg komið af virkjunum í bili. Mér finnst algjör fjarstæað að far að virkja jökulsárnar í Skagafirði. Sér fólk ekki hversu mikil ferðamannaaðdráttarafl þessar ár hafa, bæði fyrir rafting og gönguferðir. Þessu vill fólk fórna. Í fréttum áðan var viðtal við fólk á Sauðárkróki sem var svona missammála um þetta. Kona nokkur að nafni Stefanía Jónsdóttir komst þó vel að orði.

"Við höfum ekki leyfi til að umbreyta náttúrunni, okkur var ekki gefið það vald. Sá sem drekkir móður sinni lítur ekki glaðan dag."

Og hana nú!


Pirrihelgi

Vá, hversu mikið klúður getur ein helgi verið (jah eða meira að segja bara laugardagur og sunnudagur). Þetta var nú ansi skrautleg helgi og ég var alveg óendanlega pirruð orðin á þessu öllu. Eitthvað svona týpiskt klúður/rugl/óheppni hjá okkur alveg bara í lange baner. Ætla nú samt ekki að blogga um það allt hér heldur segja frá bara einu. Fórum s.s. á árshátíð hjá vinnunni hans Jens sem haldin var á Reykholti í Borgarfirði. Að loknum mati var ball og dönsuðum við rassinn af okkur. Í miðjum klíðum sér svo einhver drukkin dama ástæðu til að trama á ristinni minni með háa mjóa hælnum sínum. Geeeeggjað vont! Það er sko alveg vont að labba ennþá, og heldur betur vont að fara í skó. Algjör óþarfi að gera þetta. Kannski fannst henni ég dansa betur en hún og hefur viljað reyna taka mig úr umferð Wink Maður verður nú að reyna að finna björtu hliðarnar á þessu.

En seinnipartinn á sunnudag til að reyna að losna við allan pirringin ákvað ég að fara og föndra aðventukrans, já eða þetta er nú ekki krans, en allavega svona júnit með fjórum kertum. Kveikti ég svo samviskusamlega á fyrsta kertinu og var afskaplega ánægð með útkomuna. Frétti svo ekki fyrr en um kvöldið að fyrsti í aðventu er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ojæja, niðurtalningin að jólunum mínum er þá bara byrjuð, voða fínt. Skreytingin lífgar allavega helling upp á skammdegið og ég haltra solti um íbúðina.

Föstudagurinn var svo aftur alveg ljómandi fínn. Jens átti afmæli og var því fínn matur og afmæliskaka. Alltaf gaman að því.


Fjárfestingar

Á meðan Eggert Magnússon og co fjárfesta í West Ham united fjárfesti ég í nýjum síma. Er það ábyggilega jafn stór biti fyrir mig og fyrir hann. Ég er voða stollt af nýja símanum mínum :D Nú vantar mig bara fullt af símanúmerum svo að ef einhvern grunar að mig vanti númerið hjá honum er sá hinn sami beðinn um að senda mér SMS.

Adios!


Nú verða sagðar veðurfréttir

Ég var að velta einu fyrir mér.  Veðurfréttamenn er ekki alltaf sannspáir, í raun er ansi oft allt öðru vísi veður en þeir spáðu. Í seinustu viku spáðu þeir m.a. óveðri í dag, það átti allt að vera vitlaust, hávaða rok og stórrhríð. Í dag var hins vegar eindæma veðurblíða. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að erfitt getur verið að spá fyrir um veðrið en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ef veðrufréttamennirnir ynnu hjá fjárfestingafyrirtækjum væri þau hin sömu löngu farin á hausinn.

Ég er með hugmynd. Hvernig væri að árangurstengja laun veðurfréttamanna? Myndi það skila okkur nákvæmari og réttari veðurfregnum? Mætti prófa!


Skíðahelgi

Jæja, þá er góð skíðahelgi að baki með tilheyrandi þreytu. Erum bæði alveg agalega þreytt núna, en það er þó alveg þess virði. Laugardagurinn var afsaklega kaldur en færið var alveg sérstaklega gott, við erum að tala um hörku púður og læti sko. Í dag var hlýrra en færið orðið aðeins vindbarið og því töluvert þyngra með tilheyrandi biltum. Skil ekki alveg hvernig á því stendur að í eitt skipti stungust skíðin mín bara beint niðurávið og ég skallaði toppinn á skíðunum (gott að vera með hjálm) eða að í annað skiptið þegar ég var að renna á ská niður brekku afhverju annað skíðið ákvað að fara beint upp brekkuna og kastast af mér.  Skil ekki alveg sko en allt í lagi.

Fórum á Bond í gær, hörku mynd. Held að það sé engin tilviljun að í morgun á leið á skíði sáum við tvo bíla með númerið 007, þar af annan með AE 007 sem eru skýr skilaboð. Um hvað þessi skilaboð eru svona skýr veit ég ekki en þetta er örugglega eitthvað merkilegt. Ætla helst að slappa af í kvöld og leyfa vöðvunum að jafna sig.

Yfir og út


Símaleit og skíði

Nú leita ég villt og galið að nýjum síma. Ég er frekar pikkí á síma held ég því þetta gengur ekki sem best. Sá einn sem mér leist vel á en hann var ekki til nema í svörtum en ég vildi í hvítum. Þetta er ábyggilega of mikið vesen í mér en þegar maður er að eyða svona miklum pening í eitthvað þá verður maður að vera ánægður með það. Svo nú er ég komin með nýtt kort en er með eldgamla símann minn. Það er því aftur hægt að ná sambandi við mig. Eitt er þó ofur merkilegt. Muniði að ég gat ekki sent Jens sms. Nú er ég með annan síma og nýtt kort og ég get enn ekki sent honum. Villan er augljóslega þeirra megin.

Annars er ég að reyna að rífa mig á fætur á svona ókristilegum tíma á laugardegi en af góðri ástæðu þó. Nú er stefnan tekin á Hlíðarfjall þó þar sé -13,8°C. [viðbætur: mælirinn upp í fjalli sagði -15°C] Verður samt ábyggilega alveg ofboðslega gaman.

 Já annars fórum við að sjá Hr. Kolbert í gær og skemmtum okkur konunglega. Var samt sár í lokin að við báðum um sæti á svölum frekar en á fremsta bekk, þeir sem hafa séð leikritið vita af hverju. Misstum sko af gulli og gersemum.

Sjáumst í fjallinu!


Áframhaldandi fýla

Eftir að vera búin að leita af mér allan grun settist ég bara niður og fór í fýlu yfir að hafa týnt símanum mínum. Svo mikla fýlu að ég bara steingleymdi að fara á Bjarg, ætlaði í Body Pump. Er bara nýbúin að fatta það! Þetta er nú meira ástandið, þessir símar geta slegið mann alveg út af laginu.

Annars er heilmikið að gera framundan og þá aðallega hvað át varðar. Þetta er rosalega! Tvær árshátíðir (MA og Rafteikning), jólahlaðborð (MA), julefrokost (Rafteikning) og afmælið hans Jens. Svo fer bara að styttast í jólin líka. Þetta er alveg rosalegt. Verður ábyggilega allt alveg rosalega skemmtilegt en þetta er nú helst til mikið af mat samt.


Æ mig auma

Ég er eins og fótbrotin. Síminn er týndur! Fíni síminn minn. Týndi honum á leiðinni heim úr krullu í gær og er alveg ómöuglegt að finna hann. Búin að leita og leita, meira að segja úti í snjónum sem er þó hálf glatað því síminn er í hvítu hulstri. Til að toppa allt þá er hann á silent!

Búin að vera sár í allan dag! Hvað þarf maður að syrgja týndan síma lengi?


... ert þú ekki að austan

Þessi helgi er búin að vera sérstaklega fín verð ég að segja.

  • Búin að slappa vel af
  • Borðaði helling
  • Keypti mér sjúklega flott svört stígvél
  • Fór í ákaflega skemmtilegt partý
  • Fór í 2 matarboð
  • Svaf helling (maður sefur þó sjaldan nóg)
  • Kíkti aðeins á Kaffi Ak, þar var dularfullur drengur sem var alveg harður á því að ég væri að austan, ég er nú nokkuð viss um að svo sé ekki

Á morgun er ég að fara í klippingu. Hlakka svo mikið til að mig hefur dreymt klippingu núna seinustu tvær nætur. Auk brjálaðra búlgara sem ætla að drepa mig en ég lokka inn í Kárahnjúkastíflu þar sem þeir lokast inni og ég slepp!

Allavega, ný vika að byrja en það verður samt komin helgi aftur áður ein ég veit af. Svo góða viku og góða helgi! 

 


Anna úfna komin frá köben

Er alveg að drukkna í hári þessa dagana. Er komin með agalegan lubba og topp niður í augu. Núna á ca viku hef ég tvisvar verið spurð hvort ég hafi verið í klippingu, og annar þeirra var Jens!!!! Hvað er málið??

Allavega, ég er komin heim aftur frá DK og var sem betur fer ekki í beina fluginu sem þurfti að bíða í 19 tíma á Kastrup. Hefði fengið taugaáfall. Ferðin var alveg frábært og rosa gaman að hitta Fríði og Stefán Kissing takk aftur fyrir mig. Á föstudeginum var svaka partý og svo bæjarferð því það var jú J-dagur. Ekki fékk ég þó jólabjór í það skiptið því þegar ég ætlaði að fá lítinn jólabjór að bar niður í bæ fékk ég bara stóran venjulegan, sem by the way mér finnst bara ekki góður!!! Vorum líklega um 8 sem fórum saman niður í bæ en það fjölgaði um 4 í hópnum á leiðinni. Kynntumst íslenskum nágranna Fríðar sem Fríður vissi ekkert af, tveim íslenskum verkfræðinemum og svo Allan, dana sem ég kann engin skil á. Hress hópur! Stefán fór af stað heim um 2 tímum á undan okkur vegna þreytu. Samt komum við Fríður heim á undan honum, eða um 6 leitið. Hann villtist aðeins á leiðinni greyið og var 2 og 1/2 tíma að labba 20 mínútna leið. Það þarf reyndar að fylgja sögunni að það þarf að beygja tvisvar frá staðnum sem við skildum við Stefán til að komast til Fríðar. Gaman að þessu!

Fyrir utan þetta djamm versluðum við, borðuðum, hittum fólk og röltum. Bara voða fínt!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband