... á vit ævintýranna

Þá ger ég að leggja í hann til kóngsins köben. Fer suður núna bara mjög bráðlega að út á morgun. Vissulega nokkur spenningur farinn að læsast um mann J-dagur á morgun, þ.e. þá rennur fyrsti jólabjórinn úr dælunum!

Ég óska því öllum góðrar helgar, reynið að láta ekki allt fara fjandans til meðan ég bregð mér aðeins út fyrir landsteinana!

100_5869


Rólegheit og hvalskurður

Er búin að vinna hart að því að hlaða batteríin þessa helgi, ekki vanþörf á. Svaf 12 tíma fyrri nóttina og 11 þá seinni. Er búin að vera óstjórnlega þreytt seinustu viku. Sem dæmi má nefna að á þriðjudaginn ætlaði ég í Body pump á Bjargi. Kom frekar snemma heim úr vinnunni, allaveg það snemma að þegar ég var búin að fá mér smá að borða var hálftími í að ég þyrfti að fara að taka mig til fyrir Bjarg (sem var hálftíma áður en tíminn byrjaði). Ákvað að leggja mig aðeins og stillti símann og allt. Vaknaði svo ekki fyrr en einum og hálfum tíma seinna, þá var tíminn hálfnaður, líklega aðeins og seint! Á fimmtudag var námskeið í vinnunni frá 16.10-18.10. Vissi að ég myndi vera syfjuð svo ég fékk með tvöfaldan latte áður, þ.e. með tvöföldum espressó í, var samt aaalveg að sofna á námskeiðini. Það var því nauðsynlegt að sofa mikið þessa helgi og taka því rólega.

Þessa dagana er mikið fjallað um hvalveiðar í sjónarpinu. Ætla ég ekki að taka neina afstöðu til þeirra hér og nú en eitt verð ég að segja. Ég er komin með yfir mig nóg af að sjá hvali skorna upp í sjónvarpinu og innyfli og blóð út um allt. Ég veit ég er pempía á svona lagað (finnst t.d. hrikalegt að horfa á uppskurði í sjónvarpi, t.d. í E.R.) en mér þykir þetta bara alveg orðið nóg. Þetta er ekki smekklegt og er sýnt aftur og aftur í fréttatíma sem börn gætu verið að horfa á. Ég fæ alltaf bara hroll þegar ég sé þetta og ekki langar mig sko í svona kjöt!


Home sweet home

http://www.icelandexpress.is/um_okkur/bloggid/?ew_news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=0&cat_id=386&ew_0_a_id=920

Kíkið á þetta! Myndband tekið í flugstjórnarklefanum í Iceland Express vél í aðflugi í Eyjafirði. Um 5 mínútur af Eyjafirði séð ofan frá. Mjög skemmtilegt en þó pínu rólegt.


Kaffitími

Rosalega er maður hallærislegur í kaffitíma svona á mánudagi þegar maður sá ekki mýrina um helgina!

...

Öskrandi

 

Ég bara sver að það er ekki sanngjarnt að vera með svona mikla strengi! Hvað ætli ég þurfi að vera með mikla strengi til að fá að fara veik heim?


Finnland

Um daginn sagði ég frá utanlandsferðavandkvæðum. Þ.e. að kennaraferð og finnlandsferð eru á sama tíma. En vitiði hvað, haldiði ekki bara að kennararnir hafi ekki bara kosið að fara til finnskí! Ég get því sameinað þessar tvær ferðir!!!

Smá vandamál þó! Ég sagði að ég gæti hjálpað eitthvað til við að skipuleggja ferðina af því ég þekki nú ágætlega til í Helskini og þar um kring. Smá klúður. Daginn eftir var sent bréf á alla kennarana þar sem tilkynnt var að ég væri búin að taka að mér að skipuleggja ferðina og þetta sett upp eins og ég væri bara "the one", bara orðin umsjónarmaður ferðarinnar. Jæja já, það var nú ekki alveg það sem ég hafði í huga en allt í lagi! Sendi nú reyndar bréf til baka þar sem ég útskýrði mál mitt. Vonum bara að nú fari ekki allt í algjört klúður!


Vetur á ný?

Nú get ég alveg rétt bráðum farið að segja að það sé kominn vetur. Ég veit að það er kominn vetur þegar vikan verður bara mánudagar og föstudagar, þ.e. hún líður svo hratt að mér finnst koma föstudagur á eftir mánudegi, svo laugardagur og sunnudagur. Svosem fínt að vinna tvo daga frí tvo, en það verður reyndar til þess að ég kem alls ekki nógu miklu í verk, enda ekki skrítið þegar vikan mín er 3 dögum styttri en hjá öðru fólki.

Finn mér til dæmis alls ekki tíma til að halda áfram með lokaverkefnið mitt. Í gær var ég að frá kl 8 til 24 fyrir utan 15 mínútur eftir matinn sem ég leyfði mér að dotta í sófanum. Vonandi fer að létta til í lærdómsmálum hjá mér svo ég geti nú útskrifast í febrúar!


Nýtt útlit

Breytti útlitinu á síðunni minni. Langar í klippingu en tími því ekki. Þá er ágætis tilbreyting að breyta allavega útlitinu á síðunnu, er það ekki?

Var bara dugleg um helgina. Á fim kvöld fór ég á tónleika með Herði Torfa (með Völlu og Unnar Þór), á fös kvöld var hittingur hjá spilafíklum úr skólanum ;) heima hjá mér og á lau kvöld var það út að borða og partý. Merkilega menningarleg helgi, jah fyrir utan kannski partýið á laugardag. Þar var reyndar tekin góð syrpa í Gonzales Gonzales, einhverri poppaðri útgáfu af Olsen Olsen. Svindlaði eins og ég mögulega gat allt spilið og enginn tók eftir neinu. Ég ætti að svindla oftar í spilum, þetta var gaman! Laumaði spilum yfir á næsta mann (sorrý tommi) og lagði niður 2 þegar ég átti bara að leggja niður eitt o.s.frv.  Ágæt helgi sko en frekar fljót að líða. Vikan byrjaði frekar illa. Vaknaði kl 6 í morgun við það að ég fékk sms, sofanði ekki almennilega eftir það (var svo spennt að vita hvaða sms ég var að fá - ég veit, ég er allt of forvitin!)


La linea

Rakst á þetta þegar ég var að leita að kennsluefni á netinu. Algjör snilld!

 http://www.tv5.org/TV5Site/la_linea/

 Kíkið endilega á þetta!


Dónalegt?

Ég hef alltaf verið og er enn mjög mikið á móti reykingum. Það fer í taugarnar á mér, eins og svo mörgum öðrum vænti ég, hversu mikið er reykt á kaffihúsum og skemmtistöðum.

Var samt að velta einu fyrir mér á laugardaginn. Þannig er mál með vexti að ég sat um helgina ráðstefnu sem nefndist "Það er leikur að læra." Ég ætla nú svosem ekki að fjalla neitt nánar um hana en kringumstæður voru þannig að ég sat inn í H7 í MA að bíða eftir að málstofa byrjaði. Ég hafði ekki séð mér fær að mæta á sameiginlegan fyrirlestur í höllinni kl. 9 um morguninn, bæði vegna þess hve snemma það var og einnig sökum þess hve mér fannst umræðuefnið óspennandi. En þarna var ég mætt, í H7, langfyrst, þar sem fyrirlesturinn í höllinni hafði tafist. Stuttu seinna kemur strollan úr höllinni og allir koma sér fyrir. Fyrirlesarinn hóf málstofuna. Um 5 mínútum síðar kom annar hópur fólks niður stigann á Hólum og skipti sér niður á stofur. Þetta voru s.s. reykingamennirnir. Mér þótti hálf dónalegt að koma of seint vegna reykinga, þar með trufla málstofuna sem var byrjuð og, síðast en ekki síst, hlamma sér við hliðina á mér lyktandi eins og öskubakki.

Þessar reykingar eru nú meiri plágan!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband