3.12.2006 | 15:18
Sunnudagur
Æja já. Þá er áthelgin mikla að verða búin. Búin að borða alveg svaaaakalega mikið. Þarf aðeins lýsa kvöldinu og ég er viss um að þið getið sjálf ímyndað ykkur líðan mína eftir matinn í gær.
Fordrykkur: Stjáni blái
Forréttir: Grafinn lax, innbakaður lax, 4 gerðir af brauði, 3 gerðir af síld, rækjuréttur, salat út á síldina, egg, tómatar.
Aðalréttir: Hangikjöt með öllu tilheyrandi. Purusteik með öllu tilheyrandi.
Eftirréttir: riz à l'amande (ég fékk ekki möndlua), kaffi, after eight, konfekt.
Jeminn eini, ég var alveg að kafna ég var svo hrikalega södd sko! Það var samt voðalega gaman. Fólkið sem Jens vinnur með er agalega fjörugt og stemningin var góð.
Í gær fórum við á nýja grænmetisstaðinn niðri í bæ. (Í hádeginu þ.e., það má náttla ekkert slaka á átinu!). Uss hvað þetta var gott. Ég gæti alveg hugsað mér að borða þarna alltaf í hádeginu. Verst að bankareikningurinn er ekki sammála
Nú er ég loksins búin að fá að kveikja löglega á fyrsta kertina í fína kransinum mínum. Nú get ég loksins farið að njóta hans. Svo logar dagatalskertið mitt nánast dag og nótt (já eða þannig svona) og ég er enn ekki komin niður að 1. des. Agalegt. Verð að vinna í þessu!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.