Virkjunarmál

Ég verð nú að segja eins og er að mér finnst bara alveg nóg komið af virkjunum í bili. Mér finnst algjör fjarstæað að far að virkja jökulsárnar í Skagafirði. Sér fólk ekki hversu mikil ferðamannaaðdráttarafl þessar ár hafa, bæði fyrir rafting og gönguferðir. Þessu vill fólk fórna. Í fréttum áðan var viðtal við fólk á Sauðárkróki sem var svona missammála um þetta. Kona nokkur að nafni Stefanía Jónsdóttir komst þó vel að orði.

"Við höfum ekki leyfi til að umbreyta náttúrunni, okkur var ekki gefið það vald. Sá sem drekkir móður sinni lítur ekki glaðan dag."

Og hana nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jáhá hún komst svo sannarlega vel að orði :) ertu búin að setja nafnið þitt á listann á síðunni, www.jokulsar.org ?

valla (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 18:39

2 identicon

heyr heyr!

Fríður Finna (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband