Sjálfstæð íslensk kona!

Nú er ég sko ekki lítið stollt af sjálfri mér! Jens er bara svo gott sem sestur að fyrir austan svo ég fór í Byko, keypti gasgrill og svo í shell og keypti gaskút. Ekki nóg með að ég dröslaði þessu öllu upp á aðra hæð heldur setti ég grillið saman, alein og sjálf! Þvílikt stollt maður, gekk bara glimrandi vel en þetta var þó ekki skemmtilegt! Prófaði græjuna og þetta virkar og allt. Verst að ég var búin að ákveða að borða pasta í kvöldmatinn Shocking 

Það var satt að segja löngu kominn tími á grillkaup hjá okkur. Grillið sem nú fær að fara á eftirlaun var keypt sumarið 2001 þegar við bjuggum í Sódómu. Við keyptum það í Rúmfó á heilar 500 krónur, það var bara 100 krónum dýrara en einnota grill. Það er pínulítið og ljótt, um 20-30 cm á hæð og með góðum vilja má koma fyrir 4 lærissneiðum á það í einu en þá má reyndar búast við að einhver hluti sneiðanna sé hrár nema maður sé þeim mun duglegri við að endurraða þeim á grillinu. Þetta grill erum við s.s. búin að nota í 5 sumur, 100 kall á sumar, það er ekki slæmt! Þess vegna er ég með merkilega lítið samviskubit yfir að hafa eytt fullt af pening í gasgrill þó þetta hafi verið ódýrasta gasgrillið í Byko og í ofanálag á tilboði! 11,900, góð kaup það. Vona að það þurfi ekki að endast verðhlutfallslega séð og hitt grillið! Ég verð ábyggilega dauð áður en ég kemst í nýtnina 100 kr á sumar.

Gefum mér nú gott klapp í tilefni sumarsins og nýja grillsins!

(p.s. það er snjókoma úti)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klapp , klapp!

 Vel gert og aðdáunarvert að eiga rúmfó-grill í svona langan tíma. Keypti eitt í fyrrasumar (og notaði reyndar alveg helling) á 2000 kr og skildi það eftir á svölunum í reykjavík, núverandi leigjendum til ómældrar gleði :)

Lára (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 18:07

2 identicon

vá nýtnin! Ég hefði betur keypt mér svona grill á sínum tíma heldur en öll einnota grillin sem ég keypti þegar ég bjó á stúdó ;)

valla (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 23:13

3 identicon

Eitt stórt klapp fyrir þér! Þvílíkt dugleg enda kjarnakona þarna á ferð:)

Eydís Unnur (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 15:56

4 Smámynd: Anna Panna

Uhh, sagði Jens frá þessu afreki mínu og hann trúði ekki að ég hafi sett það saman, spurði með hæðnistón hvort það hefði komið samansett. Frekar sár sko!

Anna Panna, 21.4.2007 kl. 17:55

5 identicon

Velkominn í kjarnakonuklúbbinn og mikið klapp :o)

Mér finnst þetta annars asnaleg athugsemd hjá Jens, segðu honum það :o) 

Fríður Finna (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband