Páskauppgjör

Jæja, ætli ég ætti ekki að segja aðeins frá páskaferðinni okkar. Var þetta alveg hreint frábært og gekk mestallt alveg eins og í sögu, sem er ótrúlega óvenjulegt fyrir okkur Jens, það klúðrast nefnilega alltaf eitthvað, en ég held að heppni Eydísar og Gulla hafi að einhverju leiti jafnað út króníska klúðuráráttu okkar Jens. Þ.e. það sem hefði alla jafna klúðrast hjá okkur Jens rétt slapp alltaf fyrir horn.

T.d. má nefna það fyrst að við komumst suður alveg án þess að bílinn bilaði, já eða dó eins og í fyrra. Var í hálf smeik eftir stopp í Staðarskála en súkkan rauk í gang sem aldrei fyrr og ekkert til að óttast þar á bæ.

Þá var komið að næsta áhættuþætti, en það var það að skipta um flug á Stansted. Við Jens erum aldræmd fyrir að klúðra slíku og var því stressstuðullinn nokkkuð hár þegar á Stansted var komið. Það voru um 10 mínútur frá því að við áttum að lenda þar til tékk-inn í næsta flugi byrjaði. Eitthvað var mikið að gera hjá þeim köllum því töskurnar og skíðin ætluðu aldrei að koma. Ég var alveg að fá taugaáfall! Töskurnar komu þó að lokum (hefði áræðanlega ekki komið ef Eydís og Gulli hefði ekki verið með) og við tékkuðum okkur inn 10 mínútum áður en tékkinn-ið lokaði. S.s. rétt slapp fyrir horn.

Á flugvellinum í Lyon þurftum við að bíða örlítið eftir rútunni sem fór með okkur til Moûtiers. Þar áttum við að skipta um rútu. Við vorum hins vegar einu farþegarnir sem ætluðu þetta kvöldið til Val Thorens og var því fenginn leigubíll. Franskir leigubílstjórar eru ekki í miklu uppáháldi hjá mér ef ég á að segja eins og er. Þessi tiltekni leigubílstjóri ekki heldur. Hafiði séð Taxi? Jú, svoleiðis eru þeir almennt. Aðstæðurnar voru s.s. þannig að við keyrðum upp örmjóa og hlykkjótta vegi upp alpana, þar var hámarkshraðin oftast 50 en félagi okkar sá ástæðu til að keyra upp á 110 og tala í símann megið af leiðinni. Úff hvað ég var hrædd maður, það vottaði líka fyrir smá ógleði!

Íbúðin var ljómandi fín, þó hún væri bara 30 fm2 var hún merkilega rúmgóð og vel fór um okkur. Það var meira að segja uppþvottavél og DVD! Hver hefði trúað því? Val Thorens var algjör skíðabær, bara íbúðir, hótel, búðir (aðallega skíðabúðir), veitingastaðir og pöbbar.

Skíðuðum í 5 daga. Fyrstu þrír voru að mestu sólríkir, eitt og eitt ský slæddist fyrir sólina. Svo kom einn afslöppunardagur því það snjóaði helling og var þoka. Kærkominn hvíldardagur. Seinustu tveir dagarinn voru svo alveg magnaðir, ekki ský á himni allan daginn og sólvörn 40 dugði ekki til að ég brynni ekki! Alveg lygilegt.

Skíðasvæðið var ólýsanlega stórt. Við vorum langt langt langt frá því að prófa allar brautir og brekkur, skíðuðum bara brot af þessu. Fórum hæst upp í um 3200 metra og mesta fallhæðin var að ég held um 1400 metrar. Ótrúlega skemmtilegur staður og magnað umhverfi.

Við komum að mestu ósködduð úr ferðinni en ég átti þó ábyggielga klúður ferðarinnar. Lentum í smá ógöngum þarna í fyrstu ferðinni sem var þannig að við þurftum að renna okkur framhjá húsi á smá snjórönd sem mér tókst auðvitað ekki að halda mig á. Missti annað skíðið út á malbikið og það endaði ekki vel, dúndraðist framfyrir mig á malkbikið beint fyrir framan konu og son hennar sem gláftu á mig eins og ég veit ekki hvað!

Stoppuðum einn dag í Lyon á heimleiðinni, það var mjög gaman en hefði viljað hafa meiri tíma þar.

Æðisleg ferð í alla staði, þakka samfylgdina Eydís og Gulli!

 

Picture 047

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var góð samantekt á frábærri ferð.....bara takk sömuleiðis fyrir ferðina, verðum að reyna að gera þetta aftur þar sem við sáum svo marga skíðakennara fyrir barnið þarna....ekki þó þennan sem að fór með þau á stökkpallinn þar sem þau hrönnuðust upp greyin! hahahahaha það var óendanlega fyndið:) kv Eydís

eydís unnur (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Anna Panna

Æ já, ég gleymdi að skrifa um barnahrúguna. Það var s.s. þannig að það var fullt af krökkum í röð í skíðaskóla, þau hafa líklega verið um 4-5 ára, voru að elta kennarann sem fór á smá pínu ójöfnu sem varð til þess að allir litlu krakkarnir hentust upp í loftið og lenntu sko á ölluð öðrum líkamshlutum en löppunum!! Voru öll komin í eina hrúgu en samt hægðu hin ekkert á sér heldu héldu bara ótrauð áfram og lentu í sömu hrúgunni. Það sem hlógum að greyjunum!

Anna Panna, 11.4.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband