15.2.2007 | 21:23
Það er tvennt...
... sem ég vil segja núna.
Numéro un: Ég held ég eigi bestu peysu í heimi, þvílík unun að vera í nýju peysunni minni, svo mjúk, svo hlý.... (Já! ég er s.s. búin að prjóna peysuna!!!) Fór í henni í vinnuna í gær (þ.e. í stað úlpu - get náttla ekki kennt í henni). Þegar ég svo kom í vinnuna langaði mig að njóta hennar aðeins lengur enda var ég mætt frekar tímanlega í vinnuna og átti ekki að fara að kenna alveg strax. Sat við skrifborðið mitt í henni og viðbrögðin hjá líkamanum voru svona svipuð og þegar maður er að sofna. Andardrátturinn róaðist, það slaknaði á öllum vöðvum og augnlokin fóru að þyngjast. Þá sá ég ástæðu til að fara úr henni. Alveg æði samt!
Numéro deux: Ég gær fékk ég í pósti bækling með fiskiuppskriftum frá lýðheilsustöð. Þvílík snilldar hugmynd. Ég hef aldrei séð jafn sniðugt framtak til að stuðla að hollari matarræði landsmanna. Mér finnst að þeir ættu að gefa út fleiri slíka bæklinga, t.d. með grænmetisréttum, kjúklingaréttum og fleiru hollu. Alveg magnað hreint.
Annað var það ekki!
Athugasemdir
Heyrðu já, sá einmitt þennan fiskibækling, algjör snilld!
Valdís (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:52
búin að prófa sælkerafiskréttinn og hann var alveg massagóður :) Mamma eldaði skvo og hún bætti slatta af grænmeti við og hvítlauk og þetta var ótrúlega gott.
valla (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 18:24
Prófaði það sem heitir held ég fiskur í eigin soði í gær, rosa gott. Er fiskur á pönnu með eplum, lauk og karrý. Betra en það lítur út fyrir að vera miðað við uppskriftina.
Anna Panna, 20.2.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.