7.2.2007 | 07:22
Kuldi og ný peysa
Um þessar mundir er afar kalt. Svo kalt að í sumum stofum í gamla skóla eru blaðsíðurnar mínar í bókinni svo kaldar að ég þarf að passa mig að leggja hendurnar ekki á þær. Það er ekki sniðugt!
Ég er byrjuð að prjóna mér nýja peysu. Það tengist svosem ekkert þessu kuldakasti, bara tilviljun að þetta gerist á sama tíma. Þetta er reyndar pínu svindlpeysa því hún er úr bulky-lopa (rosa þykkur) og prjónað á 12mm prjóna. Freeekar fljótlegt s.s. En kannski allt í lagi að svindla smá því seinasta peysa sem ég prjónaði var úr léttlopa og var þar að auki frekar stór á mig svo að þá hamaðist ég eins og rjúpa við stein (segir maður það annars ekki?) og komst ekkert áfram. Var rosa lengi að prjóna hana.
Hlakka til að geta farið að nota nýju peysuna mína! Sérstaklega í gamla skóla.
Athugasemdir
Rembast rjúpurnar við steina í þinni sveit? Í mínu ungdæmi rembdust þær við staura
Valdís (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 09:03
æ, ég mundi þetta ekki alveg, enda skrifaði ég þetta meðan ég borðaði morgunmatinn og heilinn ekki alveg kominn í gang :S
Anna Panna, 7.2.2007 kl. 14:56
Hehe, já staurarnir sko! En sammála þér með kuldann... Sem betur fer var ég í M2 í dag (það var ágætlega temprað loftslag þar) og svo í G15 en þar er hitastigið víst alltaf gott ;)
Á morgun tekur við frystikistan G11...brrr.. held að það sé kominn tími á lopapeysuna aftur, svei mér þá!
lára (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:55
já þessi kuldi er rosalegur! Sem betur fer er ég mest að kenna á Hólum og þar er svona sæmilega hlýtt. Að minnsta kosti hlýrra en í gamla ;) Var reyndar að deyja úr hita í g26 í morgun, þar var hægt að skera loftið! Langaði annars bara að segja að mér finnst þú dugleg prjónakona Anna!
valla (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.