Færsluflokkur: Bloggar
6.5.2006 | 12:29
Baugasel
Ljómandi fínt alveg hreint. Var að koma úr ferð í Baugasel, fór í gærkvöldi og kom til baka núna. 13.2 km fram og til baka, fínt labb það. Eldaði dýrindis mat þarna, grillaði lambalundir og alles. Svo banana á eftir, vandamálið var bara að þegar ég átti ca 1/3 eftir af banananum settist ég óvart á hann. Alveg hræðilega fyndið!
Smá skeytastíll á þessu í þetta skiptið. Er nebbla svo svöng og langar að komast í bakaríið en er að bíða eftir að Jens verði til!
Fín ferð samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2006 | 07:16
Vasaljós
Var að velta fyrir mér í gær vasaljósanotkun í lögregluþáttum. Vasaljós eru náttla voða kúl og allt en mér finnst þau vera ofnotuð. Alltaf þegar löggur koma á morðstað nota þær vasaljós. Lýsa svaka professional út um allt og leita að vísbendingum. Svo beina þeir ljósinu líka að líkinu og grandskoða það. En for hevvens seik, af hverju kveikja þeir ekki ljósið!!! Það er alveg rafmagn á þessum stöðum! Meira að segja í þættinum sem ég horfði á í gær, CSI, fóru þau inn í hús um hábjartan dag, samt var þar dimmt og þau þurftu að nota vasaljós.
Fylgist með þessu næst þegar þið horfið á svona lögguþátt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2006 | 11:51
Komment
Það hefur verið smá vesen að kommenta því það þurfti að gefa upp netfang og eitthvað vesen. Er búin að breyta því svo nú þarf ekkert að gera til að geta kommentað. Það þýðir að allir eru vinsamlegast beðnir um að kommenta eitthvað ekki síðar en í gær! Nenni þessu annars ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 07:20
Bílakaup
Haldiði ekki að við höfum fest kaup á einu stykki kappakstursbíl í gær takk fyrir. La voilà! Ekki slæmt ha! Verið velkomin að koma í bíltúr!
Bloggar | Breytt 3.5.2006 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2006 | 21:22
IceCup
Nú magnast spennan heldur betur!
Um næstu helgi verður IceCup. Nú spyrja eflaust margir sig hvað sé eiginlega þetta IceCup, ekki satt? IceCup er nebbla alþjóðlegt curling mót sem haldið verður hérna á Akureyri.
Við tökum þátt í annað skiptið núnaþ Þetta er ótrúleg upplifun. Það eru allir svo glaðir og hafa svo gaman af þessu. Í hléum borða menn alíslenska kjötsúpu og þeir sem vinna bjóða tapliðinu í bjór. Leikirnir hefjast kl. 8.30 á föstudagsmorgun og standa eitthvað framefntir sunnudegi, en á sunnudagskvöld er lokahófið. Það eru allir velkomnir að kíkja við í skautahöllinni og fylgjast með!
Hérna er ég á lokahófinu í fyrra, komst í silfurpening sem ég bar með mikilli reisn!
Og svo er hérna mynd úr gull-leiknum. Ein sú flottasta staða sem ég hef séð í leik! Þetta er ekkert spaug, steinarnir enduðu í alvöru svona, reyndar var þetta ekki lokastaðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 22:04
Naflaskoðun
Mér þykir nú reyndar frekar leiðinlegt að skoða naflan minn því hann er svo djúpur og erfitt að komast til botns í honum en ég var í óvæntri hinsegin naflaskoðun. Málið er að ég hef aldrei alveg geta sagt til um hvað er uppáhalds myndin mín, lagið, hljómsveitin eða annað slíkt. Afhverju veit ég ekki, satt að segja. En mér til mikillar undrunar uppgötvaði ég áðan að líkalega á ég uppáhalds lag. Það er vegna þess að ég ég syng alltaf hástöfum þegar þetta lag heyrist í útvarpi, sjónvarpi eða öðrum slíkum græjum. Svona hefur þetta verið í þónokkur ár en ég hef bara aldrei gert mér grein fyrir þessu. Þetta merkilega lag er Final countdown með Europe. Það er ekki þannig að ég sé alltaf að hlusta á lagið heldur meira að ég syng einni hæst með þessu lagi af öllum lögum sem kynnu að heyrst í hinum ýmsu miðlum.
Ánægjulegt að læra að þekkja sjálfan sig betur. Ég er bara nokkuð stolt af að hafa gert svo merkilega uppgötvun!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2006 | 21:59
Myndir frá Noregi

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2006 | 21:17
Flutningar
Þegar ég loggaði mig inn á gamla bloggið mitt í gær stóð að ég ætti að flytja mig yfir á annað svæði. Ég byrjaði að grúska í því en komst að því að það var alveg forljótt drasl og leist ekkert á það. Ég fann mér því þetta og líst ljómandi vel á. Það er þessi fína gestabók (sem n.b. allir ætla að skrifa í er það ekki?) og myndasíða og allt. Gaman að prófa þetta.
Annars var ég svosem aldrei búin að klára Noregsferðarsöguna. Á 6. degi skíðuðum við (hmm, kemur kannski ekki í óvart). Við fengum besta veðrið þann dag, a.m.k. var heitast. Við lágum heillengi í sólbaði í hádeginu. Dagurinn var alveg hreint frábær. Við skíðuðum alveg rosalega mikið og færið var bara ljómandi þegar sólin var búin að mýkja það aðeins. Við vorum allan daginn í off-piste svæðinu hjá efstu brekkunni, sem er mjög stórt svæði. Mjög skemmtilegt. Örugglega alveg brilljant í púðri, sem við því miður sáum ekki ögn af. Dagurinn var samt alveg yndislegur. Þegar við vorum búin að skíða settumst við niður frekar ofarlega, þ.e. þar sem er veitingastaður og fullt af borðum og bekkjum. Þar er útsýnið alveg magnað og rosa fínt að sitja þar í svona fínu veðri. Það heitasta var að vera með "engangsgrill" og grilla pylsur og drekka bjór þarna uppi eftir að lyfturnar hætta að ganga. Við reyndar gerðum það aldrei en það væri samt kúl að vera einhverntíman með "engangsgrill" upp í Hlíðarfjalli!
Já, svona eru nú norsararnir sniðugir. Í hádeginu var líka kall sem grillaði og seldi. Það er alveg bráðsnjallt. Reyndar grillaði hann reyktar svínakótelettur sem er frekar einkennilegt, held ég hafi aldrei smakkað svoleiðis áður.
Nú á að heita að sumarið sé komið. Það er auðvitað gleðiefni þó það sé leiðinlegt að skíðavertíðin sé að verða búin. Í tilefni sumarkomunnar drógum við fram grillið og grilluðum fyrstu lærisneiðar sumarins. Megi þær verða margar og ljúffengar! Við vorum reyndar að furða okkur á endingu grillsins því þetta er nú hálfgert "engangsgrill". Keyptum það á 500 kr í rúmfatalagernum árið 2001. Það er nú ekki amarlegt ending. Það er reyndar pínulítið en ágætt til að ferðast með. Mig er nú satt að segja farið að langa í nýtt grill, það er frekar leiðinlegt að húka svona við þetta. Það eru nefnilega ekki svona lappir á því, það er nánast á jörðinni.
Við höfum svosem nóg að gera með peningana núna þó við kaupum okkur ekki rándýrt gasgrill. Við erum nefnilega að huga að bílakaupum fyrst okkar er í algjöru hassi. Erum búin að selja bílapartasala hann sem ætlar að sækja hann á Borðeyri. Það er rosa munur fyrir okkur að losna við að flytja hann til Akureyrar. Það hefði verið dýrt fyrir okkur en er auðveldara fyrir hann. Mig grunar reyndar að hann ætli að skipta um vél og selja hann. Hann á nefnilega 2 poloa svo að hann á örugglega vél í hann og þarf bara að leggja út eigin vinnu við að gera við hann en ekki kaupa hana. Það er svosem gott ef litli rauður kemst aftur á götuna, fínn bíll, leiðinlegt að sjá á eftir honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)