Vasaljós

Var að velta fyrir mér í gær vasaljósanotkun í lögregluþáttum. Vasaljós eru náttla voða kúl og allt en mér finnst þau vera ofnotuð. Alltaf þegar löggur koma á morðstað nota þær vasaljós. Lýsa svaka professional út um allt og leita að vísbendingum. Svo beina þeir ljósinu líka að líkinu og grandskoða það. En for hevvens seik, af hverju kveikja þeir ekki ljósið!!! Það er alveg rafmagn á þessum stöðum! Meira að segja í þættinum sem ég horfði á í gær, CSI, fóru þau inn í hús um hábjartan dag, samt var þar dimmt og þau þurftu að nota vasaljós.

Fylgist með þessu næst þegar þið horfið á svona lögguþátt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og takk fyrir matinn í gær, við erum ennþá södd!
Bestu kveðjur, Eydís

Eydís Unnur (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 09:01

2 Smámynd: Anna Panna

Verði ykkur að góðu og takk fyrir komuna!

Anna Panna, 2.5.2006 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband