2 dagar!

Já gott fólk, við erum að tala um tvo daga! Hvorki meira né minna! Mér þótti mjög ánægjulegt að jólin hjá mér kæmu ekki um seinustu helgi þó ég hafi þjófstartað á aðventukransinum. Þetta er greinilega ekki svo nákvæmt tímamælingatæki.

Tvennt verð ég að segja núna.

Í fyrsta lagi fussaði ég og sveiaði á þá sem sögðu mér fyrir um mánuði síðan að jólin ættu að vera rauð. Ég fussaði og sveiaði líka fyrir viku. Ég hefði aldrei trúað því að hitinn gæti sveiflast frá -5 upp í +13 á einu degi, og það í desember. Þetta er náttúrulega ákaflega sorglegt en ég er enn svo hissa á þessu að ég átta mig varla á þessu.

Annars vegar vildi ég tala um skammdegið. Nú í dag og í gær (þar sem ég er komin í jólafrí!!!) hef ég fengið að sofa aðeins lengur en til 7 sem er ákaflega skemmtilegt. En ég verð að segja að það kemur mér verulega á óvart hvað dagurinn er orðinn stuttur. Ekki það að ég hefði nú ekki átt að vita það en skammdegið hefur bara einhvern veginn farið fram hjá mér. Auðvitað er dimmt þegar ég fer í vinnuna kl 8 en svo er ég bara lokuð inni í skólanum og hef ekki tekið eftir því hvað það birtir seint. Svosem ágætt að missa af þessu. Í dag voru svo reyndar vetrarsólstöður svo að nú fer daginn aftur að lengja. Vona að það fari ekki jafn mikið framhjá mér.

... svo eitt að lokum.
Eitt það sem mér finnst fallegast við finnskt mál er hvernig mánuðirnir eru sagðir. Þeir hafa allir einhver nöfn sem tengjast árstíðinni og svo enda þeir á "tungl". T.d. er desember joulukuu - jólatungl. Mér finnst svo fallegt að tala um tungl. Svo er til sumartungl, eikartungl og fleira. Mjög skemmtileg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og svo birtir nú ekki einu sinni almennilega!

gleðileg jól og góða skemmtun í eldamennskunni á morgun!

valla (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 13:25

2 identicon

mmm er ekki komið nýtt ár, Anna??

Lára (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband