Lokaspretturinn

Jæja, þá hefst lokaspretturinn og vonandi að maður eigi nóga orku fyrir smá sprett í lokinn. Þrír kennsludagar eftir (fullt af verkefnum að fara yfir). Jólakortaskrif að mestu eftir, nokkrir pakkar ókeyptir (það er þó farið að sjá til sólar í þeim málum) og svo kemur Katri í kvöld. Katri er alltaf merki um hvað það er ótrúlega stutt í jólin.

Á laugardaginn lauk EM í krullu. Er ég þess full viss um að allnokkrir hafa fylgst með þessari æsispennandi keppni! Að minnsta kosti fylgdist ég full aðdáunar með mörgum snilldar töktum.  Privivkova, rússnesski fyrirliðin var alveg ótrúlega góð! 20 ára og búin að spila krullu í 8 ár! Nú verður maður bara að stúdera vídjóin og læra taktana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði gefið mikið fyrir að sjá Olgu með vörtuna!

Sammála þér með orkuna og verkefnin og jólagjafirnar og ...... já. Best að halda áfram!

Lára (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband