8 dagar

Júbb, bara 8 kennsludagar fram að jólafríi! Ekki amarlegt það. Allt komið á fullt! Búin að gera eina smákökusort, búin að kaupa í konfekt, jólakortin eru í prentun, jólagjafirnar smá mjakast og allt í gangi sko. Jólalögin farin að óma og tilhlökkunin eykst.

Var í jólahlaðborði áðan, enn ein átveislan! Tókst samt núna að borða þannig að mér leið ekki illa á eftir af seddu, sem er gott. En ég er þó ennþá pakksödd.

Keyptum skenk áðan til að hafa þarna í eldhúskróknum við hliðina á ísskápnum þar sem ekkert passar. Fundum loksin eitthvað! Fundum skenk, akkúrat eins og við höfðum hugsað okkur, í útsölumarkaðnum þar sem Byko var á Glerártorgi. Alveg á heeellings afslætti, enda hefði ég aldrei keypt þetta fullu verði! Nú er Jens s.s. að smíða og ég að reyna að myndast við jólahreingerningu. Það er bara alltaf svo margt annað spennandi hægt að gera en svoleiðis Halo 

Svo fékk ég fyrsta jólakortið í pósti á fimmtudaginn, einhver voðalega tímanlega í þessu!

Hmm, svona eftir á að hyggja er þessi færsla svona frekar mikið jóla-jóla. Það reyndar lýsir líðan minni seinustu daga, hugsa ekki um annað en jólin!

Hóhóhó!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

6 dagar..count down!

valla (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband