25.4.2006 | 21:22
IceCup
Nú magnast spennan heldur betur!
Um næstu helgi verður IceCup. Nú spyrja eflaust margir sig hvað sé eiginlega þetta IceCup, ekki satt? IceCup er nebbla alþjóðlegt curling mót sem haldið verður hérna á Akureyri.
Við tökum þátt í annað skiptið núnaþ Þetta er ótrúleg upplifun. Það eru allir svo glaðir og hafa svo gaman af þessu. Í hléum borða menn alíslenska kjötsúpu og þeir sem vinna bjóða tapliðinu í bjór. Leikirnir hefjast kl. 8.30 á föstudagsmorgun og standa eitthvað framefntir sunnudegi, en á sunnudagskvöld er lokahófið. Það eru allir velkomnir að kíkja við í skautahöllinni og fylgjast með!
Hérna er ég á lokahófinu í fyrra, komst í silfurpening sem ég bar með mikilli reisn!
Og svo er hérna mynd úr gull-leiknum. Ein sú flottasta staða sem ég hef séð í leik! Þetta er ekkert spaug, steinarnir enduðu í alvöru svona, reyndar var þetta ekki lokastaðan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.