Naflaskoðun

Mér þykir nú reyndar frekar leiðinlegt að skoða naflan minn því hann er svo djúpur og erfitt að komast til botns í honum en ég var í óvæntri hinsegin naflaskoðun. Málið er að ég hef aldrei alveg geta sagt til um hvað er uppáhalds myndin mín, lagið, hljómsveitin eða annað slíkt. Afhverju veit ég ekki, satt að segja. En mér til mikillar undrunar uppgötvaði ég áðan að líkalega á ég uppáhalds lag. Það er vegna þess að ég ég syng alltaf hástöfum þegar þetta lag heyrist í útvarpi, sjónvarpi eða öðrum slíkum græjum. Svona hefur þetta verið í þónokkur ár en ég hef bara aldrei gert mér grein fyrir þessu. Þetta merkilega lag er Final countdown með Europe. Það er ekki þannig að ég sé alltaf að hlusta á lagið heldur meira að ég syng einni hæst með þessu lagi af öllum lögum sem kynnu að heyrst í hinum ýmsu miðlum.

Ánægjulegt að læra að þekkja sjálfan sig betur. Ég er bara nokkuð stolt af að hafa gert svo merkilega uppgötvun!

Grande successo per gli Europe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband