Flutningar

Þegar ég loggaði mig inn á gamla bloggið mitt í gær stóð að ég ætti að flytja mig yfir á annað svæði. Ég byrjaði að grúska í því en komst að því að það var alveg forljótt drasl og leist ekkert á það. Ég fann mér því þetta og líst ljómandi vel á. Það er þessi fína gestabók (sem n.b. allir ætla að skrifa í er það ekki?) og myndasíða og allt. Gaman að prófa þetta.

Annars var ég svosem aldrei búin að klára Noregsferðarsöguna. Á 6. degi skíðuðum við (hmm, kemur kannski ekki í óvart). Við fengum besta veðrið þann dag, a.m.k. var heitast. Við lágum heillengi í sólbaði í hádeginu. Dagurinn var alveg hreint frábær. Við skíðuðum alveg rosalega mikið og færið var bara ljómandi þegar sólin var búin að mýkja það aðeins. Við vorum allan daginn í off-piste svæðinu hjá efstu brekkunni, sem er mjög stórt svæði. Mjög skemmtilegt. Örugglega alveg brilljant í púðri, sem við því miður sáum ekki ögn af. Dagurinn var samt alveg yndislegur. Þegar við vorum búin að skíða settumst við niður frekar ofarlega, þ.e. þar sem er veitingastaður og fullt af borðum og bekkjum. Þar er útsýnið alveg magnað og rosa fínt að sitja þar í svona fínu veðri. Það heitasta var að vera með "engangsgrill" og grilla pylsur og drekka bjór þarna uppi eftir að lyfturnar hætta að ganga. Við reyndar gerðum það aldrei en það væri samt kúl að vera einhverntíman með "engangsgrill" upp í Hlíðarfjalli!

Já, svona eru nú norsararnir sniðugir. Í hádeginu var líka kall sem grillaði og seldi. Það er alveg bráðsnjallt. Reyndar grillaði hann reyktar svínakótelettur sem er frekar einkennilegt, held ég hafi aldrei smakkað svoleiðis áður.

Nú á að heita að sumarið sé komið. Það er auðvitað gleðiefni þó það sé leiðinlegt að skíðavertíðin sé að verða búin. Í tilefni sumarkomunnar drógum við fram grillið og grilluðum fyrstu lærisneiðar sumarins. Megi þær verða margar og ljúffengar! Við vorum reyndar að furða okkur á endingu grillsins því þetta er nú hálfgert "engangsgrill". Keyptum það á 500 kr í rúmfatalagernum árið 2001. Það er nú ekki amarlegt ending. Það er reyndar pínulítið en ágætt til að ferðast með. Mig er nú satt að segja farið að langa í nýtt grill, það er frekar leiðinlegt að húka svona við þetta. Það eru nefnilega ekki svona lappir á því, það er nánast á jörðinni.

Við höfum svosem nóg að gera með peningana núna þó við kaupum okkur ekki rándýrt gasgrill. Við erum nefnilega að huga að bílakaupum fyrst okkar er í algjöru hassi. Erum búin að selja bílapartasala hann sem ætlar að sækja hann á Borðeyri. Það er rosa munur fyrir okkur að losna við að flytja hann til Akureyrar. Það hefði verið dýrt fyrir okkur en er auðveldara fyrir hann. Mig grunar reyndar að hann ætli að skipta um vél og selja hann. Hann á nefnilega 2 poloa svo að hann á örugglega vél í hann og þarf bara að leggja út eigin vinnu við að gera við hann en ekki kaupa hana. Það er svosem gott ef litli rauður kemst aftur á götuna, fínn bíll, leiðinlegt að sjá á eftir honum.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband