Pirrihelgi

Vá, hversu mikið klúður getur ein helgi verið (jah eða meira að segja bara laugardagur og sunnudagur). Þetta var nú ansi skrautleg helgi og ég var alveg óendanlega pirruð orðin á þessu öllu. Eitthvað svona týpiskt klúður/rugl/óheppni hjá okkur alveg bara í lange baner. Ætla nú samt ekki að blogga um það allt hér heldur segja frá bara einu. Fórum s.s. á árshátíð hjá vinnunni hans Jens sem haldin var á Reykholti í Borgarfirði. Að loknum mati var ball og dönsuðum við rassinn af okkur. Í miðjum klíðum sér svo einhver drukkin dama ástæðu til að trama á ristinni minni með háa mjóa hælnum sínum. Geeeeggjað vont! Það er sko alveg vont að labba ennþá, og heldur betur vont að fara í skó. Algjör óþarfi að gera þetta. Kannski fannst henni ég dansa betur en hún og hefur viljað reyna taka mig úr umferð Wink Maður verður nú að reyna að finna björtu hliðarnar á þessu.

En seinnipartinn á sunnudag til að reyna að losna við allan pirringin ákvað ég að fara og föndra aðventukrans, já eða þetta er nú ekki krans, en allavega svona júnit með fjórum kertum. Kveikti ég svo samviskusamlega á fyrsta kertinu og var afskaplega ánægð með útkomuna. Frétti svo ekki fyrr en um kvöldið að fyrsti í aðventu er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ojæja, niðurtalningin að jólunum mínum er þá bara byrjuð, voða fínt. Skreytingin lífgar allavega helling upp á skammdegið og ég haltra solti um íbúðina.

Föstudagurinn var svo aftur alveg ljómandi fínn. Jens átti afmæli og var því fínn matur og afmæliskaka. Alltaf gaman að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju med kallinn :o)

Kannast samt of vel vid tetta med háhæludu konurnar, tær eiga ekki ad fá ad drekka!!! 

Frídur Finna (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 16:44

2 identicon

Veistu, þessi marblettur var ansi skrautlegur.. ekki frá því að hann hafi verið rauður/grænn/fjólublár!

Þessi helgi hefur verið ansi skrautleg en vonandi bara fín samt!

Lára (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband