19.11.2006 | 18:17
Skíðahelgi
Jæja, þá er góð skíðahelgi að baki með tilheyrandi þreytu. Erum bæði alveg agalega þreytt núna, en það er þó alveg þess virði. Laugardagurinn var afsaklega kaldur en færið var alveg sérstaklega gott, við erum að tala um hörku púður og læti sko. Í dag var hlýrra en færið orðið aðeins vindbarið og því töluvert þyngra með tilheyrandi biltum. Skil ekki alveg hvernig á því stendur að í eitt skipti stungust skíðin mín bara beint niðurávið og ég skallaði toppinn á skíðunum (gott að vera með hjálm) eða að í annað skiptið þegar ég var að renna á ská niður brekku afhverju annað skíðið ákvað að fara beint upp brekkuna og kastast af mér. Skil ekki alveg sko en allt í lagi.
Fórum á Bond í gær, hörku mynd. Held að það sé engin tilviljun að í morgun á leið á skíði sáum við tvo bíla með númerið 007, þar af annan með AE 007 sem eru skýr skilaboð. Um hvað þessi skilaboð eru svona skýr veit ég ekki en þetta er örugglega eitthvað merkilegt. Ætla helst að slappa af í kvöld og leyfa vöðvunum að jafna sig.
Yfir og út
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.