Símaleit og skíði

Nú leita ég villt og galið að nýjum síma. Ég er frekar pikkí á síma held ég því þetta gengur ekki sem best. Sá einn sem mér leist vel á en hann var ekki til nema í svörtum en ég vildi í hvítum. Þetta er ábyggilega of mikið vesen í mér en þegar maður er að eyða svona miklum pening í eitthvað þá verður maður að vera ánægður með það. Svo nú er ég komin með nýtt kort en er með eldgamla símann minn. Það er því aftur hægt að ná sambandi við mig. Eitt er þó ofur merkilegt. Muniði að ég gat ekki sent Jens sms. Nú er ég með annan síma og nýtt kort og ég get enn ekki sent honum. Villan er augljóslega þeirra megin.

Annars er ég að reyna að rífa mig á fætur á svona ókristilegum tíma á laugardegi en af góðri ástæðu þó. Nú er stefnan tekin á Hlíðarfjall þó þar sé -13,8°C. [viðbætur: mælirinn upp í fjalli sagði -15°C] Verður samt ábyggilega alveg ofboðslega gaman.

 Já annars fórum við að sjá Hr. Kolbert í gær og skemmtum okkur konunglega. Var samt sár í lokin að við báðum um sæti á svölum frekar en á fremsta bekk, þeir sem hafa séð leikritið vita af hverju. Misstum sko af gulli og gersemum.

Sjáumst í fjallinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé nú ekki svo gáfulegt að fá sér hvítan síma, hvað ef þú týnir honum aftur í snjó? en  hvað er þá nýja símanúmerið þitt? ég er að fara í Herra Kolbert 2. des, hlakka alveg svakalega til ;)

Valdís (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 13:31

2 Smámynd: Anna Panna

Bara sama símanúmer. Góða skemmtun á hr. kolla, situru framarlega?

Anna Panna, 18.11.2006 kl. 15:47

3 identicon

hey ég held að ég sé á 3. bekk næsta föstudag. maður fær þá kannski glaðning eða hvað??

valla (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 09:45

4 Smámynd: Anna Panna

Það bara kemur í ljós!

Anna Panna, 19.11.2006 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband