Anna úfna komin frá köben

Er alveg að drukkna í hári þessa dagana. Er komin með agalegan lubba og topp niður í augu. Núna á ca viku hef ég tvisvar verið spurð hvort ég hafi verið í klippingu, og annar þeirra var Jens!!!! Hvað er málið??

Allavega, ég er komin heim aftur frá DK og var sem betur fer ekki í beina fluginu sem þurfti að bíða í 19 tíma á Kastrup. Hefði fengið taugaáfall. Ferðin var alveg frábært og rosa gaman að hitta Fríði og Stefán Kissing takk aftur fyrir mig. Á föstudeginum var svaka partý og svo bæjarferð því það var jú J-dagur. Ekki fékk ég þó jólabjór í það skiptið því þegar ég ætlaði að fá lítinn jólabjór að bar niður í bæ fékk ég bara stóran venjulegan, sem by the way mér finnst bara ekki góður!!! Vorum líklega um 8 sem fórum saman niður í bæ en það fjölgaði um 4 í hópnum á leiðinni. Kynntumst íslenskum nágranna Fríðar sem Fríður vissi ekkert af, tveim íslenskum verkfræðinemum og svo Allan, dana sem ég kann engin skil á. Hress hópur! Stefán fór af stað heim um 2 tímum á undan okkur vegna þreytu. Samt komum við Fríður heim á undan honum, eða um 6 leitið. Hann villtist aðeins á leiðinni greyið og var 2 og 1/2 tíma að labba 20 mínútna leið. Það þarf reyndar að fylgja sögunni að það þarf að beygja tvisvar frá staðnum sem við skildum við Stefán til að komast til Fríðar. Gaman að þessu!

Fyrir utan þetta djamm versluðum við, borðuðum, hittum fólk og röltum. Bara voða fínt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir helgina sæta.

Fattaði þegar ég ætlaði að fara að setja mynd af þér á bloggið mitt að það eru bara 2 myndir af þér úr partýinu, og á þeim báðum ertu langt í burtu, og lítur undan!!! Gæti verið að ástæðan sé sú að þú tókst eiginelga allar myndirnar ;o)

Knús

Fríður FInna (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 22:43

2 Smámynd: Anna Panna

Enda sérstaklega fínar myndir sko! Sérstaklega allar "tvískiptu" myndirnar, lá alveg í krampa yfir þessu öllu, og tvíburarnir voru aldrei kjurrar!!!

Anna Panna, 8.11.2006 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband