Rólegheit og hvalskurður

Er búin að vinna hart að því að hlaða batteríin þessa helgi, ekki vanþörf á. Svaf 12 tíma fyrri nóttina og 11 þá seinni. Er búin að vera óstjórnlega þreytt seinustu viku. Sem dæmi má nefna að á þriðjudaginn ætlaði ég í Body pump á Bjargi. Kom frekar snemma heim úr vinnunni, allaveg það snemma að þegar ég var búin að fá mér smá að borða var hálftími í að ég þyrfti að fara að taka mig til fyrir Bjarg (sem var hálftíma áður en tíminn byrjaði). Ákvað að leggja mig aðeins og stillti símann og allt. Vaknaði svo ekki fyrr en einum og hálfum tíma seinna, þá var tíminn hálfnaður, líklega aðeins og seint! Á fimmtudag var námskeið í vinnunni frá 16.10-18.10. Vissi að ég myndi vera syfjuð svo ég fékk með tvöfaldan latte áður, þ.e. með tvöföldum espressó í, var samt aaalveg að sofna á námskeiðini. Það var því nauðsynlegt að sofa mikið þessa helgi og taka því rólega.

Þessa dagana er mikið fjallað um hvalveiðar í sjónarpinu. Ætla ég ekki að taka neina afstöðu til þeirra hér og nú en eitt verð ég að segja. Ég er komin með yfir mig nóg af að sjá hvali skorna upp í sjónvarpinu og innyfli og blóð út um allt. Ég veit ég er pempía á svona lagað (finnst t.d. hrikalegt að horfa á uppskurði í sjónvarpi, t.d. í E.R.) en mér þykir þetta bara alveg orðið nóg. Þetta er ekki smekklegt og er sýnt aftur og aftur í fréttatíma sem börn gætu verið að horfa á. Ég fæ alltaf bara hroll þegar ég sé þetta og ekki langar mig sko í svona kjöt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður gott að komast í vetrarfrí :) og líka að hugsa til þess að næstu tvær vikur verða bara stuttar kennsluvikur ;)En er sammála þér með hvalafréttirnar. Ekki spennandi fréttamyndir!

valla (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 20:13

2 identicon

Úff já stelpur, ég held ég ætli hreinlega að sofa í sólarhring... það væri alla vega þörf á!
Ég hef séð nóg af hvalaþörmum til að endast mér fyrir lífstíð! Þetta er svo stórt að þetta gæti verið loftræstitúða hreinlega!
Burt með hvalskurð úr sjónvarpi!

Lára (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 23:06

3 identicon

hehe, það þýðir þá líklega lítið að bjóða þér með í krufningu? ;)

Fríður Finna (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 15:52

4 Smámynd: Anna Panna

nei takk, sama og þegið!

Anna Panna, 30.10.2006 kl. 15:58

5 identicon

hvaða hvaða ég verð að bjóða þér í næstu rolluslátrun í sveitinni, ég hef stöðuna lungna og hjartasérfræðingur;) nóg blóð þar...

Álfheiður (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband