Finnland

Um daginn sagði ég frá utanlandsferðavandkvæðum. Þ.e. að kennaraferð og finnlandsferð eru á sama tíma. En vitiði hvað, haldiði ekki bara að kennararnir hafi ekki bara kosið að fara til finnskí! Ég get því sameinað þessar tvær ferðir!!!

Smá vandamál þó! Ég sagði að ég gæti hjálpað eitthvað til við að skipuleggja ferðina af því ég þekki nú ágætlega til í Helskini og þar um kring. Smá klúður. Daginn eftir var sent bréf á alla kennarana þar sem tilkynnt var að ég væri búin að taka að mér að skipuleggja ferðina og þetta sett upp eins og ég væri bara "the one", bara orðin umsjónarmaður ferðarinnar. Jæja já, það var nú ekki alveg það sem ég hafði í huga en allt í lagi! Sendi nú reyndar bréf til baka þar sem ég útskýrði mál mitt. Vonum bara að nú fari ekki allt í algjört klúður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tíhíhí...

valla (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 18:11

2 identicon

Fliss fliss!

Lára (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 09:54

3 identicon

Jamm, þetta er nú bara það sem mér var sagt, svo að ég lýsi mig saklausa af öllum ýkjum!
Kveðja, Ingibjörg

Dr Ingibjörg (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 23:17

4 Smámynd: Anna Panna

Ok, er Sigrún s.s. sú seka í þessu máli? Jafnvel Magga, hún stakk nú upp að ég tæki að mér leiðsögn þarna úti. Ojæja, þetta verður nú samt ábyggilega skemmtileg ferð!

Anna Panna, 20.10.2006 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband