12.10.2006 | 07:27
Vetur á ný?
Nú get ég alveg rétt bráðum farið að segja að það sé kominn vetur. Ég veit að það er kominn vetur þegar vikan verður bara mánudagar og föstudagar, þ.e. hún líður svo hratt að mér finnst koma föstudagur á eftir mánudegi, svo laugardagur og sunnudagur. Svosem fínt að vinna tvo daga frí tvo, en það verður reyndar til þess að ég kem alls ekki nógu miklu í verk, enda ekki skrítið þegar vikan mín er 3 dögum styttri en hjá öðru fólki.
Finn mér til dæmis alls ekki tíma til að halda áfram með lokaverkefnið mitt. Í gær var ég að frá kl 8 til 24 fyrir utan 15 mínútur eftir matinn sem ég leyfði mér að dotta í sófanum. Vonandi fer að létta til í lærdómsmálum hjá mér svo ég geti nú útskrifast í febrúar!
Athugasemdir
baráttukveðjur!
ps. hvernig er með Unnar og myndirnar hans? ég skal bjóða ykkur í kaffi og spjall ef þær koma einhverntíman.
valla (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 20:50
Það er samt einn kostur við þetta og það er að það eru bara 6 dagar þangað til þú kemur til mín :D
fridurfinna (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 11:43
Jahá, þú segir nokkuð, ég þarf greinilega að fara að pakka. Var ekki búin að velta þessu fyrir mér!
Anna Panna, 14.10.2006 kl. 16:08
Og aldrei koma jólin.... ég hlakka svo til tralla la.
Mummi (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.