Dónalegt?

Ég hef alltaf verið og er enn mjög mikið á móti reykingum. Það fer í taugarnar á mér, eins og svo mörgum öðrum vænti ég, hversu mikið er reykt á kaffihúsum og skemmtistöðum.

Var samt að velta einu fyrir mér á laugardaginn. Þannig er mál með vexti að ég sat um helgina ráðstefnu sem nefndist "Það er leikur að læra." Ég ætla nú svosem ekki að fjalla neitt nánar um hana en kringumstæður voru þannig að ég sat inn í H7 í MA að bíða eftir að málstofa byrjaði. Ég hafði ekki séð mér fær að mæta á sameiginlegan fyrirlestur í höllinni kl. 9 um morguninn, bæði vegna þess hve snemma það var og einnig sökum þess hve mér fannst umræðuefnið óspennandi. En þarna var ég mætt, í H7, langfyrst, þar sem fyrirlesturinn í höllinni hafði tafist. Stuttu seinna kemur strollan úr höllinni og allir koma sér fyrir. Fyrirlesarinn hóf málstofuna. Um 5 mínútum síðar kom annar hópur fólks niður stigann á Hólum og skipti sér niður á stofur. Þetta voru s.s. reykingamennirnir. Mér þótti hálf dónalegt að koma of seint vegna reykinga, þar með trufla málstofuna sem var byrjuð og, síðast en ekki síst, hlamma sér við hliðina á mér lyktandi eins og öskubakki.

Þessar reykingar eru nú meiri plágan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Og svo fær þetta lið miklu lengri og fleiri pásur á vinnustöðum en nokkur annar, AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ REYKIR!!!!


Rugl þjóðfélag

Fríður Finna (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband