Kröftugur og ekki svo kröftugur dagur

Í stjörnuspánni minni sem birtisti í Birtu síðastliðinn föstudag stóð að 16. sept yrði kröftugur. 16. var s.s. laugardagur. Sá dagur var heldur betur kröftugur. Fyrst hljóp ég jú 10 káemm. Að því loknu kom ég inn í gæsun hjá Eydísi. Meðan ég hljóp var Eydís sótt, dressuð upp og látin hlaupa hring á Akureyrarvelli í múnderingunni. Hún var líka látin kaupa bland í poka fyrir 1000 kr á 50% afslætti í Hagkaup og skjóta leirdúfur. Ég kom beint inn í línudans, úff. Frekar þreyttar lappir.  Að línudansi loknum fórum við í Kjarna þar sem var búið að útbúa lítinn ratleik/trúnóleik. Eydís stóð sig með eindæmum vel í þessu öllu saman. Til að hvíla lúin bein var haldið í pottinn á Bjargi og til að hlaða batteríin á La vita é bella. Fengum ljómandi góðan mat og Eydís fékk mjög svo dónalegan eftirrétt. Um kvöldið var svo haldið á Illugastaði þar sem ýmislegt fór fram sem ekki má skrifa á svona síðu ;)

Því er ekki að neita að þetta var kröftugur dagur. Svo kröftugur að ég virðist hafa tæmt batteríin því ég er búin að vera drullu slöpp síðan. Sérstaklega þó í gær svo ég dreif mig heim þegar ég var búin að kenna og skreið upp í sófa.

Vonandi er komið eitthvað jafnvægi á líkamann núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ og takk fyrir síðast:) Verð að fara að koma spólunum og því til þín í klippingu! Er líka að athuga málið í sambandi við hitt dæmið...Bestu kveðjur, Eydís einbúi

Eydís (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband