Fréttir líðandi stundar

Það sem er helst í fréttum þessa dagana er tvennt. Í fyrsta lagi er ég byrjuð á hlaupanámskeiði. Hver hefði trúað því! Ákvað að drífa mig, hefur alltaf langað að geta farið út að hlaupa en aldrei drifið mig í að koma mér af stað. Ég hélt það yrði farið frekar rólega af stað en neinei, fyrsta skiptið voru hlaupnir 4 km og svo í annað skipti mátti velja: 4,1 - 4,6 - 5. Ég fór 4,6 en fattaði þegar ég var búin að ég hefði vel geta farið 5. Og n.b. ég hljóp 4,6 án þess að labba neitt. Ekkert smá stolt! Og þetta er bara merkilega fínt. Svo þetta meira svona hlaupahópur en námskeið sem er fínt, gott að hafa smá pressu. Svo er stefnan tekin á 10 km í Akureyrarhlaupinu 16. sept. Lygi líkast!

Hitt sem er í fréttum þessa dagana er að ég er að fara til Búlgaríu eftir 15 daga, verð í 2 vikur. Er að fara með verðandi 4. bekk í MA, 150 stykki takk fyrir á leið í útskriftarferð. Sveiflast milli kvíðakasta og tilhlökkunnar. Vonandi reddast þetta, jú er það ekki bara, borgar sig allavega að trúa því.

Annars er allt í rólegheitum hérna. Græjuðum snúrustaur fyrir stigaganginn. Ég sá um að panta og öll samskipti við Sandblástur og málmhúðun. Þeir hringdu á fös og sagði að það sem vantaði væri komið og að þeir myndu skutla staurnum heim. Gott mál. Stuttu síðar kom gutti og og skildi eftir bara efri hlutan. Ég hringdi og sagði að við hefðum ekki fengið neinn staur, maðurinn afsakaði sig og sagði að hann kæmi bráðum. Hann var kominn svona 30 mín seinna og allt í gúddí. Seinna um daginn sagði mér svo sá sem býr fyrir neðan okkur að staurinn hafi komið fyrir tveim dögum og sé í geymslunni! Akkúrat, ekkert verið að segja mér það. Nú erum við s.s. með aukastaur og ég á eftir að hringja í Sandblástur og málmhúðun og segja þeim hvað við erum vitlaus! Greit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband