8.8.2006 | 18:17
Aldrei þessu vant!
Jú, nú er versló liðin og ég vann ekki einn einasta klukkutíma, aldrei þessu vant! Það var barasta ágætis tilbreyting að vinna ekki eins og vitleysingur um versló sem ég hef gert síðan ég veit ekki hvenær!
Ég er næstum komin með skásett augu ég er búin að vera svo mikill túristi um helgina. Vorum nefnilega með Mika, finnskan gullsmið vin Katriar sem býr í Hafnarfirði núna, í heimsókn. Fórum í Ásbyrgi á Sigur Rós, gistum í Vesturdal, skoðuðum Hljóðakletta, Dettifoss, fórum í Jarðböðin. Fórum á tónleika með Ragnheiði Gröndal og gistum í Mývatnssveit. Skoðuðum svo Dimmuborgir, Skútustaðagíga, Stórugjá, Höfða, Kúluskít (eða Bollshit) og Goðafoss. Reyndar svaf ég þegar hinir fóru og skoðuðu Goðafóss. Þetta var svona stoppa og taka myndir helgi.
Á sunnudagskvöldið var svo munkagrillpartý, ekki amarlegt það og by the way, kærar þakkir munkamafía! Eftir að Gunni ældi fór svo liðið í Sjallann, við Jens fórum heim.
Ótrúleg helgi ha!
Athugasemdir
He he okkar var ánægjan =) geggjuð helgi.
Ég vissi samt ekki að Gunni hefði ælt!!
Kv. Mummi
Mummi (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 11:35
Júbb, hann ældi inn í tjaldinu :S Bara smá samt
Anna Panna, 9.8.2006 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.