3.8.2006 | 21:59
Lygi líkast
Tjaldið okkar fór í tætlur um daginn. Þegar við vorum í Skagafirði í rafting kom geggjað rok og 3 af 4 súlum beygluðust í U og brotnuðu á mörgum stöðum. Svo rifnaði tjaldið á 3 stöðum. Geggjað. Annað skiptið sem við notum það, þ.e. stóra "fjölskyldutjaldið". Jeminn. Við vorum að spá hvort það borgaði sig eitthvað að gera við þetta, þ.e. hvort það væri ekki oft dýrt. Ég sendi súlurnar suður og var sendingarkostnaðurinn um 600 kr. Svo fór ég með tjaldið í Tjalda- og seglaþjónustuna og konan þar saumaði það bara stax og það kostaði 800 kr. Svo í kvöld fékk ég nýjar súlur í pósti (sendi hinar á mánudag!!!) og borgaði bara sendingarkostnað, 675 krónur. Svo það var nánast gefins að láta gera við tjaldið og fá nýjar súlur. Ég barasta trúi þessu ekki. Ég fékk engan reikning eða neitt frá intersport. Ég er alveg gáttuð á þetta! Frábært sko, nú brunum við bara af stað út í verslunarmannahelgarbrjálæðið!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.