Hornstrandir

Jæja, þá eru það Hornstrandir á morgun. Keyrum til Ísafjarðar í fyrramálið (7 og hálfur fokking tími). Ég verð ábyggilega búin að naga lappirnar af mér af leiðindum, ég hata að sitja í bíl! En allavega, frá Ísafirði siglum við svo á Hornstrandir, ferðinni er heitið nánar tiltekið á Sæból í Aðalvík og sést það hér neðarlega á kortinu. Þetta er alveg algjör paradís. Förum með fjölskyldu Jens og frá Finnlandi koma meira að segja systir Jens, móðurbróðir og kona hans, Atso og Titta.

Á mánudag fara Atso og Titta aftur til Finnlands og þá er meiningin að halda í smá reisu. Ætlum að í þriggja daga gönguferð um Hornstrandir. Það er ekker smá ves að taka til dótið fyrir þetta allt saman, er búin að vera alveg á þönum við að redda öllu saman. Hrikalega mikið drasl en ábyggilega þess virði. Vonandi verður þolanlegt veður, ég amk nenni ekki ef það verður rok og rigning allan tímann!

Jæja, best ég haldi áfram að taka mig til svo þetta taki einhverntíman enda!

 p.s. klikkið á myndina til að fá hana stærri!


c_documents_and_settings_ibm_my_documents_my_pictures_bakgrunnur_kort.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góda ferd :o)

Fridur Finna (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 14:39

2 identicon

Hey, ég er ættuð frá Sæbóli í Aðalvík! góða skemmtun!

Lára (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband