Allez les bleus!

Ég er ekki mikil fótboltabulla eins og flestir vita. Ég held samt að ég sé fegnari þegar MElrose Place og Beverly Hills hætta en þegar HM var búið. Ég er að verða frekar pirruð á að þessir ömurlegu þættir hertaki öll kvöld á Skjá 1. Ég verð nú að viðurkenna að ég horfði á seinustu leikina með öðru auganu. Saknaði samt stemningarinnar í Frakklandi og á Ítalíu. Það hefði verið ekkert lítið gaman að vera á Ítalíu á sunnudagskvöldið.

Ég tek sumarfríinu held ég full alvarlega. Mér tekst alls ekki að gera það sem ég ætlaði að gera í sumar, t.d. vinna lokaverkefnið mitt. Í staðinn hef ég verið að gera bara það sem mig langar, sem er reyndar ótrúlega skemmtilegt til tilbreytingar. Það sem hæst stendur í dagskránni framundan er helgarferð í Skagafjörð næstu helgi, útilega og rafting. Fór þarna í rafting fyrir tveim árum og fannst geggjað gaman. 21. júlí förum við svo í Aðalvík á Hornströndum í sumarbústað og gönguferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinarðu??? Beverly Hills er ÆÐI! Reyndar er Melrose algjört rusl en ég er yfir mig hrifin af því að fá Beverly aftur í sýningar. Nú þarf bara að fá Baywatch aftur og þá verð ég 14 ára all over again. Það er sko kúl.

Sunna (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 12:25

2 identicon

æ, ég öfunda þig af því að geta gert það sem þú villt! (þetta er ritað í tjaldvarðarskúr á hömrum)
Valdís..

valdís (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband