6.7.2006 | 15:46
Vegir liggja til allra átta...
Jæja, þá er maður bara kominn heim aftur. 2 vikna ferðalag afstaðið, finnst ég vera búin að vera í 2 mánuði því við erum búin að gera svo mikið. Þegar ég kom heim þurfti ég að stoppa og horfa í kringum mig til að rifja upp hvernig íbúðin lítur út. Kom mér bara satt að segja pínu á óvart.
Ferðin var alveg meiriháttar, já nema rétt bláendinn. Ég ætla ekki að skrifa alla söguna hérna en það eru allir velkomnir í heimsókn að skoða myndir og drekka Muscat frá Korsíku. Hérna koma þó nokkrir punktar:
- Allan tímann var 30 stiga hiti.
- Löbbuðum á snjó í 1700 metra hæð á miðri Korsíku.
- Það er gaman að vera á Ítalíu og á Frakklandi þegar heimamenn vinna leik á HM (þó ég hafi í raun ekkert gaman af fótbolta). Allir sátu úti á börum að horfa á leikina, þeir barir sem ekki settu upp stórt tjald eða sjónvarp voru dauðadæmdir. Svo glumdi í öllum bænum þegar heimamenn skoruðu. Geggjuð stemning.
- Ég hef aldrei verið jafn hrædd í bíl og á Sardiníu. Allstaðar í vegakantinum voru blómvendir, þeir hræddu mig. Ítalarnir fóru framúr eins og þeir vildu deyja. Það er ekki eðlilegt að 4 bílar fara saman í runu fram úr trukki á mjóum vegi á fjallshlíð þar sem er klettaveggur öðru megin og grindverk hinumegin (svo snarbratt niður) þar sem það er í þokkabót heil lína (þ.e. bannað að fara framúr) og svo hlykkjóttur vegur að ekkert sást framfyrir. Ég er alveg hissa á að við sáum ekki stórslys á leiðinni. En mikið rosalega var ég hrædd.
- Sáum Páfann á Péturstorginu í Róm. Hlustuðum á ræðu hans og blessun á hádegi á sunnudegi. Fengum því miður ekki að tefla við hann í þetta skiptið.
- Ég borðaði 10 pizzur í ferðinni. Hver annarri betri! Geri aðrir betur!! Fengum annars fullt af öðru fínu að borða og fuuullt af ís, oh svo góður ís! Langar að vinna í ísbúð í Nice næsta sumar!
- Fékk fullt af fínu kaffi á Ítalíu. Esspressoið á Stansted var svakalegt piss miðað við það sem við fengum á Ítaíu.
Ferðin var alveg ótrúlega frábær nema seinasta daginn. Fórum nefnilega út á vitlausan flugvöll (hafði ekki hugmynd um að þeir væru tveir í Róm) og misstum af fluginu okkar. Eiginlega samt ekki alveg bara okkur að kenna. Fórum mjög tímanlega út á flugvöll og þegar við sáum að við vorum á vitlausum stað töluðum við við einhverja menn í information þarna á flugvellinum. Þeir sögðu okkur að setjast og bíða, þeir myndi redda okkur shuttle bus sem færi með okkur á hinn flugvöllinn fyrir 50 evrur. Við settumst niður og biðum. Hálftíma seinna kom kallinn og sagði að þetta gengi ekki, það væri leigubílaverkfall í Róm og leigubílstjórar væru að stöðva alla umferð. Shuttle bus mennirnir hefðu því svo mikið að gera að þeir kæmust ekki að sækja okkur. Þá akkúrat var lest að fara og við þurftum að bíða dálítið eftir næstu. Við eyddum því klukkutíma í ekki neitt sem hefði nægt okkur til að taka lest til baka og komast á hinn flugvöllin, alveg frábært hreint! Þurftum því að vera einni nótt lengur. Fundum okkur eitthvað ódýrt hótel nálægt lestarstöðinni. Það var hrikalegt. Það var alveg ótrúlega heitt á herberginu. Lá um nóttina og svitnaði og svitnaði. Hafði á endanum engan þurran stað á rúminu til að liggja á, lakið var orðið alveg rennandi vindandi blautt. Fegin að losna þaðan.
Á heimleiðinni hef ég borðað eitthvað skemmt því um nóttina í Reykjavík vaknaði ég með þvílíkar magakvalir að ég vissi bara ekki hvað var að gerast. Tæmdi allt sem innan úr mér út um öll möguleg göt. Fékk meira að segja smá hita. Er orðin betri samt núna.
Þannig að fyrir utan endinn var ferðin frábær. Hvet alla til að kíkja í kaffi og kíkja á myndir, svona sérstaklega af því ég er í sumarfríi!
Hérna með er svo ein mynd þar sem við Jens erum í Restonica dalnum á miðri Korsíku. Löbbuðum upp að Lac de Melu vatninu sem er í 1700 metra hæð.
Athugasemdir
Velkomin heim aftur! Þetta hljómar hreint ótrúlega.. verð að fá ferðasögu þegar ég flyt norður í ágúst.
kv
Lára
Lára Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2006 kl. 11:14
Ohhh, ekkert msá geggjuð ferð :-) Ekkert skemmtilegra en að ferðast!!
Kv. KataHá
KataHá (IP-tala skráð) 7.7.2006 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.