Allt(of mikið) að gerast

Já, það hafa aldeilis verið fjörugir undanfarnir dagar og sér ekkert fram úr þeim önnum.

Um helgina var alþjóðlegt krullumót sem kallast Ice Cup og vorum við að keppa þar. Vorum í 6. sæti (3. sæti af ísl. liðinum). Fyrir ofan okkur af erlendu liðinum var m.a. danska kvennalandsliðið sem varð í 2. sæti á heimsmeistaramótinu. Þetta var mjög gaman!

Annað helst er það að við erum víst búin að festa kaup á einbýlishúsi og er ég enn að undra mig á þessu öllu saman. Ákváðum að flytja til að bjarga Saku frá því að vera sendur í sveit því þá hugsun get ég ekki hugsað til enda. Reyndar eigum við alls ekki svo mikla peninga að við getum keypt einbýlishús bara sí svona og er hægt að útskýra þetta mikilmennsku brjálæði í okkur með tveim afsökunum. Í fyrsta lagi er þetta bara lítið einbýlishús. Í öðru lagi er leiguíbúð í kjallaranum og tekjur af henni myndu að mestu borga afborganir af auka láni sem við þurfum til að geta greitt fyrir höllina. Þetta er allt saman mjög spennandi en nú þurfum við bara að selja okkar íbúð hið snarasta. Vill einhver kaupa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá það munar ekkert um það.... til hamingju :-)

Kv. Kata

KataHá (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband