19.6.2006 | 00:04
Nice-Korsíka-Sardinía-Róm
Nú eru 4 dagar í reisuna miklu. Ég er aðallega kvíðin. Nokkru fyrir ferðalög ríkir venjulega mikil tilhlökkun og mér finnast þær vikur ótrúlega stór hluti af ánægjunni við ferðalög. Þegar ég kem heim úr ferðalögum er ég venjulega ekki sárust með að vera komin aftur heim (því oft langar mann að vera lengur) heldur er ég leið yfir að geta ekki lengur hlakkað til ferðalagsins. Þar sem ég hef hlakkað alveg óvenju mikið til þessa ferðalags finnst mér mjög leiðinlegt að núna eru bara 4 dagar eftir af tilhlökkun. Ráðið við þessu er að vera alltaf búin að skipuleggja annað ferðalag áður en maður fer eitthvert. Svo að þegar heim er komið er hægt að hlakka til þess næsta. Ég hef nú bara staðið mig nokkuð vel í því svo það ætti ekki að vera miklu að kvíða.
Góð helgi að baki. 17. júní, útskrift og veisla í höllinni eins og venja er. Það var mjög gaman í öllu saman, kom mér á óvart hvað ég hafði gaman af útskriftinni sjálfri, og svo var kvöldið náttla frábært. Fyrir utan þegar ég var alveg að sofna og alveg að springa því ég borðaði svo mikið. Í dag var sunnudagur. Ég held að það sé varla hægt að lýsa deginum betur en það, eins mikill sunnudagur og sunnudagur getur orðið.
Athugasemdir
Góða ferð! Þú skipuleggur bara næsta ferðalag til mín :D
Fríður Finna (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 22:11
Þótt það sé ekki ferðalag fyrir þig geturðu nú látið þig hlakka til Akureyrarreisu okkar Evu í sumar. Þá verður sko stuð!
Sunna (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.