8.6.2006 | 10:49
Með hækkandi sól...
...fækkar bloggunum hjá mér. Er það nú ekki bara alveg eðlilegt?
Stend í ströngu þessa dagana við að semja og fara yfir próf. Þetta er allt að klárast og nemendur farnir að skoppa út úr skólanum eins og beljur sem hleypt er út í fyrsta skipti á vorin. Kannast við þá tilfinningu.
Skellti mér suður um seinustu helgi. Það var svona algjör stelpuhelgi. Fékk far með Huldu og blöðruðum við alla leiðina eins og ég veit ekki hvað. Svo gisti ég hjá Önnu Siggu og blöðruðum við ennþá meira. Fór í Kringluna, Smáralind og á djammið. Hópur sænskra verkfræðinema sýndi okkur Önnu Siggu gríðarlegan áhuga. Verst að okkar áhugi var ekki jafn mikill. Enn þeirra hélt því fram að Roxette væri það heitasta í dag. Hann var hálf sár þegar Anna Sigga sagði nú að það væri gamaldags. Þeir virtust ekki hafa mikinn húmor þessir drengir. Vonandi fundu þeir aðrar stúlkur sem hrifust af sænsku brosi og syngjandi hreim.
Nú er alveg skelfilega stutt í miðjarðarhafsreisuna okkar Jens. Nice-Korsíka-Sardinía-Róm. Förum eftir tæpar tvær vikur, ég er bara alveg komin með í magann sko! Alveg hrikalega spennandi.
Athugasemdir
Roxette ER það heitasta í dag. Dag, gær, morgun... Roxette er það heitasta ALLA daga!
Sunna (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 15:45
Jæja, sitt sýnist hverjum. En drengurinn svaraði amk Roxette við spurningu um hvaða týpu af tónlist hann hlustar á.
Anna Panna, 9.6.2006 kl. 18:04
Þetta hafa greinilega verið afburðargreindir töffarar. Einungis algjörir naglar fíla Roxette enda er það besta hljómsveit allra tíma!!!!!! Þokkalega!!!!!
Mummi
Mummi (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.