Ýmislegt og allskonar

Já Fríður, þú vildir lýsingu á afslöppunarhelginni. Hún var mjög afslappandi að heimferðinni undandskilinni. Vorum 5 og 1/2 tíma heim frá Borgarnesi, fórum yfir Laxárdalsheiði. Óþarflega stóran hluta leiðarinnar var ekkert skyggni, þurftum stundum að stoppa því það sást bara hvítt. Alveg hrikalega leiðinlegt, finnst nú nógu leiðinlegt að sitja í bíl þegar veðrið er þokkalegt!

Tíminn líður eins og ég veit ekki hvað þessa dagana og ég næ alls ekki að gera allt sem mig langar eða þarf. Frakklandsferðin á þó hug minn allan þessa dagana og næ ég ekkert að einbeita mér í vinnunni. Förum suður á föstudag og út á laugardag. Erum að ganga frá lausum endum og græja allt. Er svo hrikalega spennt að því er ekki hægt að lýsa með orðum. Er alltaf að skoða allskonar á netinu um Val Thorens, finna út hitt og þetta sniðugt. Veðurspáin er barasta alveg ágæt, það er spáð bæði sól og snjókomu og er það ekki akkúrat það sem maður vill helst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fá svona blogg sem bara KALLAR á mann þegar maður byrjar að lesa :) 

Held samt að þrír tímar frá Sauðárkróki til Blönduós slá þetta nú út... 

Fríður Finna (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:32

2 identicon

Góða ferð! Öfunda ykkur ekkert smá, mjög lítið skíðafæri hérna í flatneskjunni :o(

Fríður Finna (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband