14.3.2007 | 19:59
Krumpikrump
Ég er alveg að klúðra þessu bloggi mínu. Er alveg hætt að vita hvað ég á að segja og nenni eiginlega aldrei að blogga.
Ég er alveg hreint að kafna það er svo mikið að gera. Ótrúlega brjálað að gera í vinnunni, ég er alltaf bara úrvinda þegar ég er búin að vinna því ég er alltaf alveg á fullu allan daginn! Sem betur fer er margt að hlakka til, eftir rétt rúmar 2 vikur förum við til Val Thorens á skíði, 25. júní förum við til Finnlands og verðum alveg til 11. júlí og svo fljótlega fer ég að öllum líkindum í 2 vikur til Nice á endurmenntunarnámskeið (eða já kannski bara til að sleikja sólina og dýfa tánum í sjóinn!). Tíminn líður ógnarhratt og ég er alveg bara hrædd við hvað hann líður hratt, þetta er náttla bara ekki alveg eðlilegt sko.
Í dag sendi ég 15 nemendur í óvissuferð til frönskumælandi svæða, kíkið endilega á fer.hexia.net því þar senda þau inn skilaboð að utan. Það má segja að það hafi verið heilmikið vesen að skipuleggja fjórar óvissuferðir til útlanda, ég reyndar sá náttla ekki um þetta ein en nógar áhyggjur hafði ég nú satt að segja af þessu! Allt blessaðist þó á endanum og nú ættu þau bráðlega að vera komin suður og fara svo út á morgun. Vildi að það hefði verið eitthvað svona þegar ég var í MA á sínum tíma!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.