28.5.2006 | 14:00
Mikil átök fyrir svona stutta helgi
Já, það hefur heldur betur mikið gengi á þessa helgina, og er hún alls ekki búin. Á föstudag var ég hálf slöpp í vinnunni og heldur betur óglatt. Þegar ég kom heim úr vinnunni var ég satt að segja alveg að drepast í maganum og Jens pakkaði mér undir teppi upp í sófa þar sem ég svaf í 3 tíma. Um kvöldið var ég alveg að sálast í maganum, gat ekkert borðað og var komin með hita Ég fór snemma að sofa um kvöldið og svaf í 13 tíma takk fyrir! Kom niður smá morgunmat þegar ég vaknaði en var svo aftur að sálast í maganum og gat ekkert borðað. Lá bara upp í sófa allan daginn. Seinnipartinn var ég nú eitthvað að hressast, sem betur fer, því okkur hafði verið boðið í mat um kvöldið. Við fórum og kusum og fórum svo í mat. Ég reyndar kom ekki miklu niður, var ennþá að drepast í maganum en orðin hressari. Eftir þetta kíktum við í smá partý og skánaði maginn eftir því sem leið á kvöldið.
Nú er kominn sunnudagur, maginn kominn í svo gott sem þolanlegt horf, hitinn alveg farinn og ég á að vera að læra. Er að reyna að klára seinasta verkefni vetrarins, þ.e. að lokaverkefninu undanskildu, sem á eftir að taka allt sumarið. Svo erum við að fá gesti í mat í kvöld. Þannig að það er hvergi gefið eftir! Best að koma sér aftur að verki!
Athugasemdir
er þetta ekki bara morgunógleði?!?! :þ
Fríður Finna (IP-tala skráð) 28.5.2006 kl. 15:23
Ohh, þetta er agalegur aldur sem ég er á. Það má ekki vera óglatt, má ekki vera á bíl eitt einasta kvöld, má ekkert án þess að vera sakaður um óléttu. Nei Fríður mín, ekki morgunógleði í þetta skiptið, enda entist hún allan sólarhringinn.
Hvað varð annars um gamla samkomulagið okkar???
Anna Panna, 28.5.2006 kl. 15:52
ja, samkvæmt því er tíminn NÚNA!!! ;o) Sýnist samt hvorug okkar vera að standa við það, en við gætum samt staðið við hinn hlutann...
Fríður Finna (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 11:37
Helgi hér, þakka kærlega fyrir vambarfyllinguna í gærkveldi.. var kærkomið :D Mátt eiga von okkur aftur ;)
Helgi Valur (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 18:08
Verði ykkur að góðu, og já, ég á von á ykkur mjög bráðlega að sækja "gula sullið" sem þið gleymduð.
Anna Panna, 29.5.2006 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.