19.5.2006 | 18:11
MMMMM, súkkulaði
Í mars var haldið telemark festival hérna á Akureyri sem Jens tók þátt í. Í tengslum við það fengu tveir Nýsjálendingar, nú búsettir í Sviss, gistingu hjá okkur í tvær nætur. Við gátum ekki látið þau gista í bílnum sem þau leigðu. En allavega. Fengum frá þeim pakka í dag til að þakka fyrir gistinguna. Frá fáum er jafn fínt að fá pakka og frá þeim þar sem hann er einhver stór kall hjá Nestlé í Sviss. Fengum alveg rosalega gott súkkulaði, eitthvað rosa fínt sem ég hef aldrei séð hérna. Svo fengum við líka kort af svæðinu þar sem þau búa með merktum skíðaleiðum og eitthvað. Geggjað. Þvílíkt súkkulaði!
Maður ætti að reyna að vingast við fleira fólk sem vinnur hjá súkkulaðifyrirtækjum
Athugasemdir
Er það nú svo góð hugmynd? Eiginmaðurinn
Eiginmaðurinn (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.