Eurovision

Jæja, þá er það fyrsti í júróvísjón í kvöld. Þvílík snilldar hugmynd að hafa svona forkeppni, þá er hægt að fara í tvö júróvísjón partý á ári! Það er bara jákvætt sko! Annars er búið að vera kreisí að gera á öllum vígstöðvum undanfarið. Lokaspretturinn í öllu, náminu, kennsluni og bara allt. Ég er búin að læra/vinna myrkranna á milli og er að verða frekar þreytt á þessu.

Þegar ég sat fyrir framan tölvuna um daginn að reyna að læra, og náttúruelga alveg að sofna rakst ég á grein um streitu og svefn. Þar stóð eftirfarandi:

Eftir eins sólarhrings vöku skerðist hæfni manna verulega, til dæmis að aka bifreið. Á öðrum og þriðja sólarhring vöku eru misskynjanir algengar. Eftir fjögurra sólarhringa vöku koma löng tímabil misskynjana og ofskynjana. Áframhaldandi vaka skviptir alla ráði.

Ég þorði ekki annað en að fá mér undir eins blund þegar ég var búin að lesa þetta, það var nú ljúft. Ég hef alltaf haft mikla trú á svefni en þessa dagana er hann mitt helsta áhugamál!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff já,
kannast við þetta! Var nánast svefnlausí 2 nætur til að hjálpa Guðjóni að klára sýninguna hans. Getur rétt ímyndað þér hversu flinkur maður var að þræða nál eftir fyrsta sólahringinn!
kv.
Lára

Lára (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband