Tjékk ðis át

solblomid.bloggar.is

Næstum því helgin

Agalegt er þetta maður. Við komumst næstum áfram í eurovision, ríkisstjórnin næstum fallin.

 Damn!


Allt(of mikið) að gerast

Já, það hafa aldeilis verið fjörugir undanfarnir dagar og sér ekkert fram úr þeim önnum.

Um helgina var alþjóðlegt krullumót sem kallast Ice Cup og vorum við að keppa þar. Vorum í 6. sæti (3. sæti af ísl. liðinum). Fyrir ofan okkur af erlendu liðinum var m.a. danska kvennalandsliðið sem varð í 2. sæti á heimsmeistaramótinu. Þetta var mjög gaman!

Annað helst er það að við erum víst búin að festa kaup á einbýlishúsi og er ég enn að undra mig á þessu öllu saman. Ákváðum að flytja til að bjarga Saku frá því að vera sendur í sveit því þá hugsun get ég ekki hugsað til enda. Reyndar eigum við alls ekki svo mikla peninga að við getum keypt einbýlishús bara sí svona og er hægt að útskýra þetta mikilmennsku brjálæði í okkur með tveim afsökunum. Í fyrsta lagi er þetta bara lítið einbýlishús. Í öðru lagi er leiguíbúð í kjallaranum og tekjur af henni myndu að mestu borga afborganir af auka láni sem við þurfum til að geta greitt fyrir höllina. Þetta er allt saman mjög spennandi en nú þurfum við bara að selja okkar íbúð hið snarasta. Vill einhver kaupa?


Fleiri myndir

Nú er hægt að sjá fleiri myndir úr páskaferðinni. Reyndar á síðunni hjá Mumma og Söru, og er ég eiginlega enn að klóra mér í hausnum yfir því af hverju Sara nennti að setja inn myndir úr ferð sem hún bara fór alls ekki í. Allavega, þakkir fyrir það, úr því ég nennti ekki að setja inn fleiri myndir en raun bara vitni, fínar myndir sko! Kíkið endilega á!

http://munkinn.bloggar.is/album/33032/


Myndir

Skellti inn örfáum myndum frá páskunum ef einhver vill sjá.

http://www.annapanna.blog.is/album/Paskar2007/

 

 


Sjálfstæð íslensk kona!

Nú er ég sko ekki lítið stollt af sjálfri mér! Jens er bara svo gott sem sestur að fyrir austan svo ég fór í Byko, keypti gasgrill og svo í shell og keypti gaskút. Ekki nóg með að ég dröslaði þessu öllu upp á aðra hæð heldur setti ég grillið saman, alein og sjálf! Þvílikt stollt maður, gekk bara glimrandi vel en þetta var þó ekki skemmtilegt! Prófaði græjuna og þetta virkar og allt. Verst að ég var búin að ákveða að borða pasta í kvöldmatinn Shocking 

Það var satt að segja löngu kominn tími á grillkaup hjá okkur. Grillið sem nú fær að fara á eftirlaun var keypt sumarið 2001 þegar við bjuggum í Sódómu. Við keyptum það í Rúmfó á heilar 500 krónur, það var bara 100 krónum dýrara en einnota grill. Það er pínulítið og ljótt, um 20-30 cm á hæð og með góðum vilja má koma fyrir 4 lærissneiðum á það í einu en þá má reyndar búast við að einhver hluti sneiðanna sé hrár nema maður sé þeim mun duglegri við að endurraða þeim á grillinu. Þetta grill erum við s.s. búin að nota í 5 sumur, 100 kall á sumar, það er ekki slæmt! Þess vegna er ég með merkilega lítið samviskubit yfir að hafa eytt fullt af pening í gasgrill þó þetta hafi verið ódýrasta gasgrillið í Byko og í ofanálag á tilboði! 11,900, góð kaup það. Vona að það þurfi ekki að endast verðhlutfallslega séð og hitt grillið! Ég verð ábyggilega dauð áður en ég kemst í nýtnina 100 kr á sumar.

Gefum mér nú gott klapp í tilefni sumarsins og nýja grillsins!

(p.s. það er snjókoma úti)

Skotárás

Það er eitt sem ég rak augun í í tengslum við skotárásina hræðilegu í Blackburg um daginn. Hér á þessari mynd er Bush að flytja ávarp við minningarathöfn.

Bush flutti ávarp við minningarathöfnina sem fram fór í tækniháskólanum í Virginíu.<br><em>Reuters</em>
 Sjáiði merki Virginia Tech skólans á bak við hann. Er ekki sláandi líkur munur á þessu merki og merki Vörutorgs, þess merka sjónvarpsþáttar???
bt

 Er þetta ekki eitthvað gruggugt?

 


Páskauppgjör

Jæja, ætli ég ætti ekki að segja aðeins frá páskaferðinni okkar. Var þetta alveg hreint frábært og gekk mestallt alveg eins og í sögu, sem er ótrúlega óvenjulegt fyrir okkur Jens, það klúðrast nefnilega alltaf eitthvað, en ég held að heppni Eydísar og Gulla hafi að einhverju leiti jafnað út króníska klúðuráráttu okkar Jens. Þ.e. það sem hefði alla jafna klúðrast hjá okkur Jens rétt slapp alltaf fyrir horn.

T.d. má nefna það fyrst að við komumst suður alveg án þess að bílinn bilaði, já eða dó eins og í fyrra. Var í hálf smeik eftir stopp í Staðarskála en súkkan rauk í gang sem aldrei fyrr og ekkert til að óttast þar á bæ.

Þá var komið að næsta áhættuþætti, en það var það að skipta um flug á Stansted. Við Jens erum aldræmd fyrir að klúðra slíku og var því stressstuðullinn nokkkuð hár þegar á Stansted var komið. Það voru um 10 mínútur frá því að við áttum að lenda þar til tékk-inn í næsta flugi byrjaði. Eitthvað var mikið að gera hjá þeim köllum því töskurnar og skíðin ætluðu aldrei að koma. Ég var alveg að fá taugaáfall! Töskurnar komu þó að lokum (hefði áræðanlega ekki komið ef Eydís og Gulli hefði ekki verið með) og við tékkuðum okkur inn 10 mínútum áður en tékkinn-ið lokaði. S.s. rétt slapp fyrir horn.

Á flugvellinum í Lyon þurftum við að bíða örlítið eftir rútunni sem fór með okkur til Moûtiers. Þar áttum við að skipta um rútu. Við vorum hins vegar einu farþegarnir sem ætluðu þetta kvöldið til Val Thorens og var því fenginn leigubíll. Franskir leigubílstjórar eru ekki í miklu uppáháldi hjá mér ef ég á að segja eins og er. Þessi tiltekni leigubílstjóri ekki heldur. Hafiði séð Taxi? Jú, svoleiðis eru þeir almennt. Aðstæðurnar voru s.s. þannig að við keyrðum upp örmjóa og hlykkjótta vegi upp alpana, þar var hámarkshraðin oftast 50 en félagi okkar sá ástæðu til að keyra upp á 110 og tala í símann megið af leiðinni. Úff hvað ég var hrædd maður, það vottaði líka fyrir smá ógleði!

Íbúðin var ljómandi fín, þó hún væri bara 30 fm2 var hún merkilega rúmgóð og vel fór um okkur. Það var meira að segja uppþvottavél og DVD! Hver hefði trúað því? Val Thorens var algjör skíðabær, bara íbúðir, hótel, búðir (aðallega skíðabúðir), veitingastaðir og pöbbar.

Skíðuðum í 5 daga. Fyrstu þrír voru að mestu sólríkir, eitt og eitt ský slæddist fyrir sólina. Svo kom einn afslöppunardagur því það snjóaði helling og var þoka. Kærkominn hvíldardagur. Seinustu tveir dagarinn voru svo alveg magnaðir, ekki ský á himni allan daginn og sólvörn 40 dugði ekki til að ég brynni ekki! Alveg lygilegt.

Skíðasvæðið var ólýsanlega stórt. Við vorum langt langt langt frá því að prófa allar brautir og brekkur, skíðuðum bara brot af þessu. Fórum hæst upp í um 3200 metra og mesta fallhæðin var að ég held um 1400 metrar. Ótrúlega skemmtilegur staður og magnað umhverfi.

Við komum að mestu ósködduð úr ferðinni en ég átti þó ábyggielga klúður ferðarinnar. Lentum í smá ógöngum þarna í fyrstu ferðinni sem var þannig að við þurftum að renna okkur framhjá húsi á smá snjórönd sem mér tókst auðvitað ekki að halda mig á. Missti annað skíðið út á malbikið og það endaði ekki vel, dúndraðist framfyrir mig á malkbikið beint fyrir framan konu og son hennar sem gláftu á mig eins og ég veit ekki hvað!

Stoppuðum einn dag í Lyon á heimleiðinni, það var mjög gaman en hefði viljað hafa meiri tíma þar.

Æðisleg ferð í alla staði, þakka samfylgdina Eydís og Gulli!

 

Picture 047

Ekki á morgun...

...heldur hinn!

Förum við til Frakklands á skíði!

Á www.valthorens.com stendur þetta í dag:

Currently, the highest resort in Europe is enjoying great snow conditions. The snow cover has therefore risen to 165 cm in the resort and 200 cm on the summits. 

Ekki amarlegt það! Svo er hérna vefmyndavél fyrir þá sem myndu kannski vilja það.

http://livecam.valthorens.com/index.php?langue=2 

En annars segi ég bara bless í bili, sjáumst eftir páska, borðið endilega eins mikið og þið getið af páskaeggjum!


Ýmislegt og allskonar

Já Fríður, þú vildir lýsingu á afslöppunarhelginni. Hún var mjög afslappandi að heimferðinni undandskilinni. Vorum 5 og 1/2 tíma heim frá Borgarnesi, fórum yfir Laxárdalsheiði. Óþarflega stóran hluta leiðarinnar var ekkert skyggni, þurftum stundum að stoppa því það sást bara hvítt. Alveg hrikalega leiðinlegt, finnst nú nógu leiðinlegt að sitja í bíl þegar veðrið er þokkalegt!

Tíminn líður eins og ég veit ekki hvað þessa dagana og ég næ alls ekki að gera allt sem mig langar eða þarf. Frakklandsferðin á þó hug minn allan þessa dagana og næ ég ekkert að einbeita mér í vinnunni. Förum suður á föstudag og út á laugardag. Erum að ganga frá lausum endum og græja allt. Er svo hrikalega spennt að því er ekki hægt að lýsa með orðum. Er alltaf að skoða allskonar á netinu um Val Thorens, finna út hitt og þetta sniðugt. Veðurspáin er barasta alveg ágæt, það er spáð bæði sól og snjókomu og er það ekki akkúrat það sem maður vill helst?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband